Auglýsing
Í skónum eða úr skónum? kurteisi hæverska á ég að fara úr skónum borðsiðir mannasiðir
Í skónum eða úr skónum?

Í skónum eða úr skónum? Það er ekki ofsögum sagt að margt breytist í áranna rás. Hefðin hérlendis hefur verið að fara skilyrðislaust úr skónum áður en gengið er inn í hús og flestir halda í þá hefð. Á heilbrigðisstofnunum og víðar hanga uppi tilmæli til fólks um að fara úr skóm eða setja á sig skóhlífar, þar eð við getum borið með okkur bakteríur á skónum. Heimili þurfa að vísu ekki að vera eins dauðhreinsuð og sjúkrahús, en af þessum sökum förum við t.d. alltaf úr skónum þar sem eru skríðandi börn á heimilum.
Okkur getur virst ástæðulaust að fara úr þurrum, hreinum skóm, en alltaf er góð regla að búast til þess að taka af sér skóna. Ef húsráðandi biður okkur þá að vera í skónum, er þó góð regla að þurrka alltaf af þeim áður en gengið er inn. Við göngum auðvitað aldrei með óhreinindi eða á blautum skónum inn til fólks.
Í veislum og boðum í heimahúsum getur verið ankannalegt að gestir séu á sokkaleistunum við sparifötin. Ef við erum að fara í boð og færið er ekki eins og best verður á kosið, er þjóðráð að taka með sér skó í poka og skipta áður gengið er inn. Hins vegar getur gestgjafi boðið fólki að ganga inn á skónum, en beðið gesti að láta sér ekki bregða þó að svifið verði um í kringum þá með gólfmoppuna af og til. Allt í léttum dúr!

BORÐSIÐIR/KURTEISISÍMAR

Greinin birtist í Morgunblaðinu í mars 2020

— Í SKÓNUM EÐA ÚR SKÓNUM? —

 

Auglýsing