
Hvít súkkulaði-skyrterta
Heiðurshjónin og gleðigjafarnir Harpa og Binni buðu nokkrum vinum sínum í grillveislu. Binni er annálaður grillmeistari og þau hjónin bæði vel liðtæk í eldhúsinu. Með aðstoð vina þeirra varð úr hin glæsilegasta veisla. Í eftirrétt var Hvítsúkkulaðiskyrtertan
— HARPA OG BINNI — SKYRTERTUR — HVÍTT SÚKKULAÐI —
.
Hvít súkkulaði-skyrterta
300 g hafrakex
100 g súkkulaði
100 g smjör
300 g hvítt súkkulaði
400 g skyr
2,5 dl rjómi – þeyttur
2-3 egg
2 dl flórsykur
6 matarlímsblöð
Súkkulaði og hafrakexið mulið saman
. Bræðið smjörið og blandið saman við og sett í botninn. Kælið.
Þeytið rjómann.
Leysið upp matarlímið.
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
Þeytið eggin með flórsykrinum
. Bætið skyrinu útí ásamt rjómanum.
Síðan hvíta súkkulaðinu volgu
og að lokum matarlíminu. B
löndunni er hellt yfir kexið og látið kólna.
Gott er að setja kökuna inn í frost í hálftíma áður en takið er úr forminu. Borið fram með berja eða súkkulaði sósu. (ber sett í pott og hituð enginn sykur saman við.)

— HARPA OG BINNI — SKYRTERTUR — HVÍTT SÚKKULAÐI —
.