Hvít súkkulaði-skyrterta

Hvít súkkulaði skyrterta skyrkaka skyr terta íslensk terta íslenskt súkkulaðiskyrterta hvítt súkkulaði
Hvít súkkulaði-skyrterta

Hvít súkkulaði-skyrterta

Heiðurshjónin og gleðigjafarnir Harpa og Binni buðu nokkrum vinum sínum í grillveislu. Binni er annálaður grillmeistari og þau hjónin bæði vel liðtæk í eldhúsinu. Með aðstoð vina þeirra varð úr hin glæsilegasta veisla. Í eftirrétt var Hvítsúkkulaðiskyrtertan

HARPA OG BINNISKYRTERTURHVÍTT SÚKKULAÐI

.

Hvít súkkulaði-skyrterta

300 g hafrakex
100 g súkkulaði
100 g smjör
300 g hvítt súkkulaði
400 g skyr
2,5 dl rjómi – þeyttur
2-3 egg
2 dl flórsykur
6 matarlímsblöð

Súkkulaði og hafrakexið mulið saman
. Bræðið smjörið og blandið saman við og sett í botninn. Kælið.
Þeytið rjómann. 
Leysið upp matarlímið. 
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
Þeytið eggin með flórsykrinum
. Bætið skyrinu útí ásamt rjómanum. 
Síðan hvíta súkkulaðinu volgu 
og að lokum matarlíminu. B
löndunni er hellt yfir kexið og látið kólna. 
Gott er að setja kökuna inn í frost í hálftíma áður en takið er úr forminu. Borið fram með berja eða súkkulaði sósu. (ber sett í pott og hituð enginn sykur saman við.)

Frá vinstir: Albert, Harpa Harðardóttir, Sigurberg Jónsson, Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Sigfús Haraldsson, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson, Þórdís Helgadóttir og Bergþór
Frá vinstir: Albert, Harpa Harðardóttir, Sigurberg Jónsson, Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Sigfús Haraldsson, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson, Þórdís Helgadóttir og Bergþór

HARPA OG BINNISKYRTERTURHVÍTT SÚKKULAÐI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.