Túlipanaterta og Pannkaka frá Álaborg
Í tilefni dagsins bakaði Vilborg systir mín með kaffinu en vegna veirunnar bauð hún til afmælisveislu á netinu. Mjög skemmtilegt og engin afsökun fyrir að mæta ekki í veisluna. „Uppskriftirnar eru báðar komnar til ára sinna, önnur ca 30 ára hin 70 ára. Í vikublaðinu Allers í Svíþjóð er 30 ára gömul uppskrift að páskatertu, sem þeir kalla Túlipanaterta. (hægt að hafa sykraða túlipana í skraut ef maður vill.”
.
— VILBORG EIRÍKSD — SVÍÞJÓÐ — TERTUR — HESLIHNETUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR — SVESKJUMAUK —
.
Túlipanaterta
botnar:
100 g hnetur (ca 1 ½ dl) t.d. hakkaðar heslihnetur
5 eggjahvítur
2 dl sykur
2-3 msk kakóduft
Kremið:
5 eggjarauður
1 dl sykur
1 ½ dl rjómi
100 g súkkulaði
ca 150 g smjör
Tillaga að skreytingu
túlipanar,
eggjahvíta
sykur
Stillið ofninn á 150°C, teiknið 3 hringi (21cm ) á bökunarpappír sem marka botnana hneturnar hakkaðar smátt (nota vél) eða keyptar tilbúnar svoleiðis.
Eggjahvítur stífþeyttar, sykurinn settur smásaman útí. Í lokin er kakói blandað saman við hneturnar og blandið svo með sleif saman við eggjahvíturnar.
Þrír botnar eru breiddir út á pappírinn og bakað í ca 40 mínútur. (látið gjarnan kólna í ofninum yfir nótt.
Eggjarauður, sykur og rjómi sett í pott og hitað, hrært stöðugt í meðan þetta þykknar. Súkkulaðið og smjör er sett í bitum út í eggjasósuna og brætt þannig. munið að hræra allan tímann. Látið kólna.
Botnar settir saman með kremi á milli og skreytt að eigin vali.
Skreytingar að eigin vali. Til dæmis má þeyta 1 msk eggjahvítu, pensla túlipanablöð eða heila túlipana með þunnu lagi af eggjahvítu. Dýft í sykur og látið þorna áður en tertan er skreytt.
.
„Pannkaka“ frá Álandseyjum
Nafnið kemur til vegna þess að ofnskúffa eða breið form af ýmsu tagi heita „långpanna” í sænsku máli.
5 dl tilbúinn hrísgrjónagrautur (tilvalið að nota afgang af grjónagraut)
4 egg
1 dl sykur
½ tsk salt
1 dl hveiti
2 tsk kardimommur eða slurkur af kardimommudropum
50 gr smjör
Egg og sykur eru þeytt létt og ljóst, blandað saman við grautinn. Hveiti salt og kardimommur blandað saman og sett út í . Hellt í form (deigið er ca 2-2 ½ cm að þykkt í forminu). Setjið að síðustu smjörklípur hér og þar ofan á deigið í forminu.
Bakað við 200°C í ca 40-50 mín. Verður fallega gullið á lit. Kælt. Skorið í hæfilega stóra bita og borið fram með sveskjumauki og rjóma.
Heimatilbúið sveskjumauk:
1 poki sveskjur
5 dl vatn eða meira eftir þörfum
1 dl safi (má vera í súrara lagi)
1 dl sykur
2 kanilstangir
Soðið saman í potti í dágóðan tíma á lágum hita, hrært oft í og maukað í leiðinni. Ef vökvinn sýður upp bætið þið aðeins meira í pottinn þar til þið fáið mauk með þeim þykkleika sem þið kjósið. Kælið (ath. það er samt voða gott að hafa volgt mauk með rjómanum og kökunni)
.
— VILBORG EIRÍKSD — SVÍÞJÓÐ — TERTUR — HESLIHNETUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR — SVESKJUMAUK —
.