Túlipanaterta og Pannkaka frá Álandseyjum

SVESKJUMAUK Túlipanaterta og Pannkaka frá Álandseyjum FINNLAND Vilborg Eiríksdóttir Allers svíþjóð sænskur matur túlípanar páskaterta páskar sveskjur sveskjumauk
Vilborg með Túlipanatertu og Pannköku frá Álandseyjum

Túlipanaterta og Pannkaka frá Álaborg

Í tilefni dagsins bakaði Vilborg systir mín með kaffinu en vegna veirunnar bauð hún til afmælisveislu á netinu. Mjög skemmtilegt og engin afsökun fyrir að mæta ekki í veisluna. „Uppskriftirnar eru báðar komnar til ára sinna, önnur ca 30 ára hin 70 ára. Í vikublaðinu Allers í Svíþjóð er 30 ára gömul uppskrift að páskatertu, sem þeir kalla Túlipanaterta. (hægt að hafa sykraða túlipana í skraut ef maður vill.”

.

VILBORG EIRÍKSD — SVÍÞJÓÐTERTURHESLIHNETURHRÍSGRJÓNAGRAUTURSVESKJUMAUK

.

Túlipanaterta

botnar:
100 g hnetur (ca 1 ½ dl) t.d. hakkaðar heslihnetur
5 eggjahvítur
2 dl sykur
2-3 msk kakóduft

Kremið:
5 eggjarauður
1 dl sykur
1 ½ dl rjómi
100 g súkkulaði
ca 150 g smjör
Tillaga að skreytingu
túlipanar,
eggjahvíta
sykur

Stillið ofninn á 150°C, teiknið 3 hringi (21cm ) á bökunarpappír sem marka botnana hneturnar hakkaðar smátt (nota vél) eða keyptar tilbúnar svoleiðis.
Eggjahvítur stífþeyttar, sykurinn settur smásaman útí. Í lokin er kakói blandað saman við hneturnar og blandið svo með sleif saman við eggjahvíturnar.
Þrír botnar eru breiddir út á pappírinn og bakað í ca 40 mínútur. (látið gjarnan kólna í ofninum yfir nótt.
Eggjarauður, sykur og rjómi sett í pott og hitað, hrært stöðugt í meðan þetta þykknar. Súkkulaðið og smjör er sett í bitum út í eggjasósuna og brætt þannig. munið að hræra allan tímann. Látið kólna.

Botnar settir saman með kremi á milli og skreytt að eigin vali.

Skreytingar að eigin vali. Til dæmis má þeyta 1 msk eggjahvítu, pensla túlipanablöð eða heila túlipana með þunnu lagi af eggjahvítu. Dýft í sykur og látið þorna áður en tertan er skreytt.

.

„Pannkaka“ frá Álandseyjum

Nafnið kemur til vegna þess að ofnskúffa eða breið form af ýmsu tagi heita „långpanna” í sænsku máli.

5 dl tilbúinn hrísgrjónagrautur (tilvalið að nota afgang af grjónagraut)
4 egg
1 dl sykur
½ tsk salt
1 dl hveiti
2 tsk kardimommur eða slurkur af kardimommudropum
50 gr smjör

Egg og sykur eru þeytt létt og ljóst, blandað saman við grautinn. Hveiti salt og kardimommur blandað saman og sett út í . Hellt í form (deigið er ca 2-2 ½ cm að þykkt í forminu). Setjið að síðustu smjörklípur hér og þar ofan á deigið í forminu.
Bakað við 200°C í ca 40-50 mín. Verður fallega gullið á lit. Kælt. Skorið í hæfilega stóra bita og borið fram með sveskjumauki og rjóma.

Heimatilbúið sveskjumauk:
1 poki sveskjur
5 dl vatn eða meira eftir þörfum
1 dl safi (má vera í súrara lagi)
1 dl sykur
2 kanilstangir

Soðið saman í potti í dágóðan tíma á lágum hita, hrært oft í og maukað í leiðinni. Ef vökvinn sýður upp bætið þið aðeins meira í pottinn þar til þið fáið mauk með þeim þykkleika sem þið kjósið. Kælið (ath. það er samt voða gott að hafa volgt mauk með rjómanum og kökunni)

 

Túlipanaterta og Pannkaka frá Álandseyjum

.

VILBORG EIRÍKSD — SVÍÞJÓÐTERTURHESLIHNETURHRÍSGRJÓNAGRAUTURSVESKJUMAUK

TULIPANATERTA OG PANNKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.