Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur kjúklingur kjúlli bananar karrý indland indverskur matur
Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

Það má eiginlega segja að þessi góði kjúklingaréttur sé undir indverskum áhrifum. Gera má réttinn mildari með því að minnka cayenne og engiferið.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

.

Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

1 heill kjúklingur
olía til steikingar

2 laukar
1 msk kókosolía
1 msk karrý
1/3 tsk cayenne pipar
1 tsk cummín
1 tsk kóríander
1/2 tsk kardimommur
1 msk saxaður engifer
3-4 hvítlauksrif, söxuð
2 kanilstangir
2 dl rjómi

1 banani
1-2 msk kókosmjöl

Hlutið kjúkling í bita og steikið í olíunni á pönnu og setjið í eldfast form
Saxið laukinn og steikið í dágóða stund á lágum hita í kókosolíunni
Bætið við karrý, cayenne, cummín, kóríander, kardimommum, engifer og hvítlauk. Setjið loks kanilstangir og rjóma saman við.
Hellið yfir kjúklinginn og eldið við 170°C í um 30 mín eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
Skerið niður banana og setjið yfir ásamt kókosmjöli. Berið fram með hrísgrjónum.

.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

— BANANAKARRÝKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaeggjasmakkið mikla

Páskaeggjasmakkið mikla. Hingað barst stór kassi af páskaeggjum, í framhaldi auglýsti ég eftir súkkulaðiunnendum á fasbókinni til þess að gæða sér á eggjunum og gefa álit sitt . Ég hefði ekki getað ímyndað mér að það væri svona gaman að smakka páskaegg og skeggræða um þau frá ýmsum sjónarhornum. Allir áttu ljúfar minningar tengdar páskaeggjum og margar sögur flugu um stofuna. Einn hafði útbúið ratleik í bundnu máli fyrir fjölskylduna og annar smakkari lærði af mági sínum að dreypa á rauðvíni með páskaeggjunum. Við tókum smökkunina afar alvarlega þrátt fyrir glensið og gleðina, fórum þá leið að allir smökkuðu, skrifuðu niður áhrif og upplifun, bragðgæði voru metin, innihald og útlit. Rætt var um hvert egg í þaula og að því loknu gaf hver og einn stig frá einu upp í tíu.

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave

Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Matarhátíð Búrsins í Hörpu 25. og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.

Fyrri færsla
Næsta færsla