Bananakarrýkjúklingur
Það má eiginlega segja að þessi góði kjúklingaréttur sé undir indverskum áhrifum. Gera má réttinn mildari með því að minnka cayenne og engiferið.
— KJÚKLINGUR — BANANAR — INDLAND — KARRÝ —
.
Bananakarrýkjúklingur
1 heill kjúklingur
olía til steikingar
2 laukar
1 msk kókosolía
1 msk karrý
1/3 tsk cayenne pipar
1 tsk cummín
1 tsk kóríander
1/2 tsk kardimommur
1 msk saxaður engifer
3-4 hvítlauksrif, söxuð
2 kanilstangir
2 dl rjómi
1 banani
1-2 msk kókosmjöl
Hlutið kjúkling í bita og steikið í olíunni á pönnu og setjið í eldfast form
Saxið laukinn og steikið í dágóða stund á lágum hita í kókosolíunni
Bætið við karrý, cayenne, cummín, kóríander, kardimommum, engifer og hvítlauk. Setjið loks kanilstangir og rjóma saman við.
Hellið yfir kjúklinginn og eldið við 170°C í um 30 mín eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
Skerið niður banana og setjið yfir ásamt kókosmjöli. Berið fram með hrísgrjónum.
.
— KJÚKLINGUR — BANANAR — INDLAND — KARRÝ —
.