Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur kjúklingur kjúlli bananar karrý indland indverskur matur
Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

Það má eiginlega segja að þessi góði kjúklingaréttur sé undir indverskum áhrifum. Gera má réttinn mildari með því að minnka cayenne og engiferið.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

.

Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

1 heill kjúklingur
olía til steikingar

2 laukar
1 msk kókosolía
1 msk karrý
1/3 tsk cayenne pipar
1 tsk cummín
1 tsk kóríander
1/2 tsk kardimommur
1 msk saxaður engifer
3-4 hvítlauksrif, söxuð
2 kanilstangir
2 dl rjómi

1 banani
1-2 msk kókosmjöl

Hlutið kjúkling í bita og steikið í olíunni á pönnu og setjið í eldfast form
Saxið laukinn og steikið í dágóða stund á lágum hita í kókosolíunni
Bætið við karrý, cayenne, cummín, kóríander, kardimommum, engifer og hvítlauk. Setjið loks kanilstangir og rjóma saman við.
Hellið yfir kjúklinginn og eldið við 170°C í um 30 mín eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
Skerið niður banana og setjið yfir ásamt kókosmjöli. Berið fram með hrísgrjónum.

.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

— BANANAKARRÝKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla