Auglýsing
Blómkáls- og möndlusalat blómkálssalat blómkál möndlur blaðlaukur minta paprika sítrónusafi olía ristaðar furuhnetur
Blómkáls- og möndlusalat

Blómkáls- og möndlusalat

Möndlur eru hollustufæði. Þær innihalda mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegri fæðu okkar. Möndlur innihalda E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Sem sagt stútfullar af næringarefnum. Með því að láta salatið standa við stofuhita í ca tvær klst þá brotnar grænmetið niður og verður auðmeltanlegra, sítrónusafinn hjálpar þar til. Salatið getur staðið sem sér réttur, það er kjörið meðlæti með fisk- eða kjötréttum, einnig grænmetisréttum eða í staðinn fyrir hrísgrjón með mat

.

BLÓMKÁLMÖNDLURSALÖT

.

Blómkáls- og möndlusalat

1 haus blómkál (meðal stór)
3 dl möndlur
1 b saxað grænkál eða 1/2 söxuð agúrka
3-4 msk fersk mynta, söxuð
2-3 tómatar
1 rauð paprika
5 cm blaðlaukur
1/2 dl góð olía
safi úr 1/2 sítrónu
3/4 dl vatn
salt og pipar

3-4 msk þurrristaðar furuhnetur

Skerið niður blómkál, grænkál/gúrku, tómata, papriku, blaðlauk og setjið í skál. Malið  möndlur í matvinnsluvél og blandið saman. Hristið saman olíu, sítrónusafa, vatn, salt og pipar, hellið yfir grænmetið og blandið vel saman. Blandið loks saman við furuhnetum og látið salatið standa í amk 2 klst áður en það er borðað.

Blómkáls- og möndlusalat

.

BLÓMKÁLMÖNDLURSALÖT

— BLÓMKÁLS- OG MÖNDLUSALAT —

.

Auglýsing