Blómkáls- og möndlusalat

Blómkáls- og möndlusalat blómkálssalat blómkál möndlur blaðlaukur minta paprika sítrónusafi olía ristaðar furuhnetur
Blómkáls- og möndlusalat

Blómkáls- og möndlusalat

Möndlur eru hollustufæði. Þær innihalda mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegri fæðu okkar. Möndlur innihalda E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Sem sagt stútfullar af næringarefnum. Með því að láta salatið standa við stofuhita í ca tvær klst þá brotnar grænmetið niður og verður auðmeltanlegra, sítrónusafinn hjálpar þar til. Salatið getur staðið sem sér réttur, það er kjörið meðlæti með fisk- eða kjötréttum, einnig grænmetisréttum eða í staðinn fyrir hrísgrjón með mat

.

BLÓMKÁLMÖNDLURSALÖT

.

Blómkáls- og möndlusalat

1 haus blómkál (meðal stór)
3 dl möndlur
1 b saxað grænkál eða 1/2 söxuð agúrka
3-4 msk fersk mynta, söxuð
2-3 tómatar
1 rauð paprika
5 cm blaðlaukur
1/2 dl góð olía
safi úr 1/2 sítrónu
3/4 dl vatn
salt og pipar

3-4 msk þurrristaðar furuhnetur

Skerið niður blómkál, grænkál/gúrku, tómata, papriku, blaðlauk og setjið í skál. Malið  möndlur í matvinnsluvél og blandið saman. Hristið saman olíu, sítrónusafa, vatn, salt og pipar, hellið yfir grænmetið og blandið vel saman. Blandið loks saman við furuhnetum og látið salatið standa í amk 2 klst áður en það er borðað.

Blómkáls- og möndlusalat

.

BLÓMKÁLMÖNDLURSALÖT

— BLÓMKÁLS- OG MÖNDLUSALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt - bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum. Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.