Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur kjúklingur kjúlli bananar karrý indland indverskur matur
Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

Það má eiginlega segja að þessi góði kjúklingaréttur sé undir indverskum áhrifum. Gera má réttinn mildari með því að minnka cayenne og engiferið.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

.

Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

1 heill kjúklingur
olía til steikingar

2 laukar
1 msk kókosolía
1 msk karrý
1/3 tsk cayenne pipar
1 tsk cummín
1 tsk kóríander
1/2 tsk kardimommur
1 msk saxaður engifer
3-4 hvítlauksrif, söxuð
2 kanilstangir
2 dl rjómi

1 banani
1-2 msk kókosmjöl

Hlutið kjúkling í bita og steikið í olíunni á pönnu og setjið í eldfast form
Saxið laukinn og steikið í dágóða stund á lágum hita í kókosolíunni
Bætið við karrý, cayenne, cummín, kóríander, kardimommum, engifer og hvítlauk. Setjið loks kanilstangir og rjóma saman við.
Hellið yfir kjúklinginn og eldið við 170°C í um 30 mín eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
Skerið niður banana og setjið yfir ásamt kókosmjöli. Berið fram með hrísgrjónum.

.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

— BANANAKARRÝKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka - Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku. Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

Biðraðir við búðakassa – hver fer fyrstur í nýju röðina?

Biðraðir í búðum - hver fer fyrstur í nýju röðina? Við Bergþór vorum beðnir að koma í þættina Með okkar augum í Sjónvarpinu og tala um góða siði við Steinunni Ásu. Í fyrsta þættinum var meðal annars rætt um biðraðir við búðakassa og hver fer fyrstur þegar starfsmaður kemur hlaupandi og opnar nýjan afgreiðslukassa

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016

Fyrri færsla
Næsta færsla