Auglýsing
Bananakarrýkjúklingur kjúklingur kjúlli bananar karrý indland indverskur matur
Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

Það má eiginlega segja að þessi góði kjúklingaréttur sé undir indverskum áhrifum. Gera má réttinn mildari með því að minnka cayenne og engiferið.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

.

Bananakarrýkjúklingur

Bananakarrýkjúklingur

1 heill kjúklingur
olía til steikingar

2 laukar
1 msk kókosolía
1 msk karrý
1/3 tsk cayenne pipar
1 tsk cummín
1 tsk kóríander
1/2 tsk kardimommur
1 msk saxaður engifer
3-4 hvítlauksrif, söxuð
2 kanilstangir
2 dl rjómi

1 banani
1-2 msk kókosmjöl

Hlutið kjúkling í bita og steikið í olíunni á pönnu og setjið í eldfast form
Saxið laukinn og steikið í dágóða stund á lágum hita í kókosolíunni
Bætið við karrý, cayenne, cummín, kóríander, kardimommum, engifer og hvítlauk. Setjið loks kanilstangir og rjóma saman við.
Hellið yfir kjúklinginn og eldið við 170°C í um 30 mín eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
Skerið niður banana og setjið yfir ásamt kókosmjöli. Berið fram með hrísgrjónum.

.

KJÚKLINGURBANANARINDLANDKARRÝ

— BANANAKARRÝKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing