Indverskur karrýréttur + fyrirlestur

Sigurbjörg Hannesdóttir, Sigurþór Gunnarsson, Lucia Lund, Ragnar Helgi Róbertsson, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Birkir Benediktsson, Lovísa Jónsdóttir, Hjörtur Geir Björnsson, Hrönn Ljótsdóttir, Þorleifur Kristinn Alfonsson. Indverskur karrýréttur með lambakjöti indland Frá vinstri: Sibba, Siggi, Lucia, Raggi, Árdís, Birkir, Lovísa, Hjörtur, Hrönn og  Diddi indverskur matur kerala lamb karrý sterkur matur
Sagt frá vikunum á Indlandi, hvað á daga okkar dreif og hvað kom á óvart

Indverskur karrýréttur með lambakjöti

Síðan við komum heim frá INDLANDI höfum við nokkrum sinnum verið beðnir að segja frá upplifun okkar þar. Núna síðast hittum við eldhressan vinahóp hjá Árdísi og Birki, sem var með indverskt matarþema og fengum uppskrift af ljómandi góðum indverskum lambakarrýrétti

INDLANDMATARKLÚBBURLAMBÁRDÍS HULDA

.

Frá vinstri: Sigurbjörg Hannesdóttir, Sigurþór Gunnarsson, Lucia Lund, Ragnar Helgi Róbertsson, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Birkir Benediktsson, Lovísa Jónsdóttir, Hjörtur Geir Björnsson, Hrönn Ljótsdóttir, Þorleifur Kristinn Alfonsson
Indverskur karrýréttur með lambakjöti

Indverskur karrýréttur með lambakjöti

1 meðalstórt lambalæri úrbeinað og fitusnyrt, skorið í bita.
Rautt karrýmauk ca. 6 msk
2 meðalstórir rauðlaukar, smátt skornir
2 – 3 tsk cummin
2 tsk Indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu
Olía ca 1 dl

1 laukur, saxaður
2 msk engiferrót, rifin
4 hvítlaukar, smátt skornir (nota þennan heila hvítlauka)
3 ds kókosmjólk
2 kúrbítar, skornir í teninga
1 rauð paprika, grófskorin
1 gul paprika, grófskorin
Indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu ca. 2 msk
Karrý ca. 2 msk
Cummin 2 tsk
Svartur pipar
Salt
Olía til að steikja

Lambakjöti, rauðu karrýmauki, rauðlauk, 2-3 tsk af cummin, 2 tsk af indversku karrýi og olíu er blandað saman og látið vera í ísskáp yfir nótt.
Laukur, hvítlaukur og engifer er steikt í olíu í potti, passa að brenni ekki, laukurinn á að vera glær. Tekið til hliðar. Því næst brúnið kjötið og bætið svo lauk/engiferblöndunni saman við. Kókosmjólk sett saman við ásamt karrýi, cummin, pipar og salti. Soðið í ca. 40 mín á vægum hita. Bætið þá kúrbít og papriku saman við og sjóðið í ca. 20 mín í viðbót. Smakkað til, bætið í kryddum eftir því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan.

Meðal þess sem boðið var uppá í indversku kvöldi vinahópsins

INDLANDMATARKLÚBBURLAMBÁRDÍS HULDA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.