Indverskur karrýréttur með lambakjöti
Síðan við komum heim frá INDLANDI höfum við nokkrum sinnum verið beðnir að segja frá upplifun okkar þar. Núna síðast hittum við eldhressan vinahóp hjá Árdísi og Birki, sem var með indverskt matarþema og fengum uppskrift af ljómandi góðum indverskum lambakarrýrétti
— INDLAND — MATARKLÚBBUR — LAMB — ÁRDÍS HULDA —
.
Indverskur karrýréttur með lambakjöti
1 meðalstórt lambalæri úrbeinað og fitusnyrt, skorið í bita.
Rautt karrýmauk ca. 6 msk
2 meðalstórir rauðlaukar, smátt skornir
2 – 3 tsk cummin
2 tsk Indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu
Olía ca 1 dl
1 laukur, saxaður
2 msk engiferrót, rifin
4 hvítlaukar, smátt skornir (nota þennan heila hvítlauka)
3 ds kókosmjólk
2 kúrbítar, skornir í teninga
1 rauð paprika, grófskorin
1 gul paprika, grófskorin
Indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu ca. 2 msk
Karrý ca. 2 msk
Cummin 2 tsk
Svartur pipar
Salt
Olía til að steikja
Lambakjöti, rauðu karrýmauki, rauðlauk, 2-3 tsk af cummin, 2 tsk af indversku karrýi og olíu er blandað saman og látið vera í ísskáp yfir nótt.
Laukur, hvítlaukur og engifer er steikt í olíu í potti, passa að brenni ekki, laukurinn á að vera glær. Tekið til hliðar. Því næst brúnið kjötið og bætið svo lauk/engiferblöndunni saman við. Kókosmjólk sett saman við ásamt karrýi, cummin, pipar og salti. Soðið í ca. 40 mín á vægum hita. Bætið þá kúrbít og papriku saman við og sjóðið í ca. 20 mín í viðbót. Smakkað til, bætið í kryddum eftir því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan.
— INDLAND — MATARKLÚBBUR — LAMB — ÁRDÍS HULDA —
.