Auglýsing
Karrýkókoskjúklingasúpa - besta súpa á Íslandi pure deli
Karrýkókoskjúklingasúpa – besta súpa á Íslandi

Kókos karrý súpa

Með mikilli ánægju deili ég því með ykkur að besta súpa á Ísland fæst á Pure deli. Það var auðsótt að fá uppskriftina frá Jóni listakokki. Fyrst er útbúin grunnsúpa síðan bætt við hráefni hvort sem fólk vill grænmetis-, kjúklinga- eða sjávarréttasúpu. Snilldin ein. Pure Deli er í Urðarhvarfi og í Gerðarsafni í Kópavogi.

— PURE DELI — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

Auglýsing

.

Kókos karrý súpa

2 lítrar kókosmjólk
35 gr rautt karrý
1 msk tumerik duft
35 gr soyjasósa
40 gr grænmetis kraftur

Setjið kókosmjólkina í pott og hrært vel í. Bætið við karrýinu, tumerikinu, soya sósunni og grænmetis kraftinum. Hitið súpuna að suðu og er þá tilbúin.

Svo er það annað hráefni í súpuna:
Vegan: spínat og paprika
Kjúklinga: Eldaður kjúklingur, spínat og paprika.
Sjávarrétta. Risarækja, bláskel spínat og paprika.

Verði ykkur að góðu.

Pitsa með gorgonzola og perum hefur slegið í gegn á Pure Deli
Jón færir Bergþóri pitsurnar á borðið
Pitsa með hvítri trufflusósu og serrano hráskinku
Borðað á Pure Deli. Fyrst var það súpan og síðan pitsur 🙂