Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.
Vagninn á Flateyri opnaði síðastliðna helgi eftir hálfgerðan vetrardvala og verður opinn í allt sumar með fullri starfsemi. Framundan er viðburðarríkt sumar með fjölda uppákoma, tónleika, plötusnúða, uppistands, knattspyrnuspennu, barnavagns og annars sprells. Elísabet Reynisdóttir matgæðingur, næringarfræðingur og hressleikabomba stendur vaktina í eldhúsinu en inn á milli mæta handvaldir framúrskarandi gestakokkar
Matarborgin Búdapest. Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.