Giljaböðin á Húsafelli #Ísland

Giljaböðin á Húsafelli. Við fórum í algjöra ævintýraferð stutt frá Húsafelli um ævintýralandið í Hringsgili með Þórunni Reykdal, bráðhressum og hispurslausum leiðsögumanni, sem fræddi okkur m.a. um endurnýjanlega orku, en hótelið á Húsafelli hefur nú fengið vottun National Geographic sem sjálfbært hótel, því að það er sjálfbært um kalt og heitt vatn og orku. – PANTA Í GILJABÖÐIN

Giljaböðin á Húsafell Unnsteinn elíasson ferjubakka hleðslumaður húsafell hótel húsafell jarðböð í borgarfirði
Giljagaurar í Giljaböðum

Laugarnar eru hlaðnar í anda Snorralaugar í Reykholti, af þeim mikla hagleiksmanni Unnsteini Elíassyni frá Ferjubakka. Slökunin er alger í gilinu sem tekur utan um mann eins og verndandi faðmur í heitu vatninu. Aðalpottarnir tveir eru mismunandi heitir, en svo er hægt að setjast í volgan bolla neðar í ánni og sjóbaðsfólk getur að lagst í kalda ána.

Giljaböðin á Húsafell – Allt til fyrirmyndar

Farið er frá Þjónustumiðstöðinni á Húsafelli, en þar er hægt að panta ferðirnar og komast 16 manns í hverja ferð. Möguleiki er þó að panta fyrir stærri hóp, sem kemur saman, t.d. í afmælisævintýri og hafa þá með sér nesti, setjast á grasið með pylsur, osta, ólífur, rauðvín, eða það sem hverjum og einum dettur í hug. Skilyrði er þó að taka allt með sér til baka.

Giljaböðin á Húsafell

Enda eru búningsklefar og öll aðstaða snyrtileg og til fyrirmyndar, en þeir eru byggðir úr timbri sem féll til á svæðinu og m.a.s. eru hankarnir úr skeifum frá nærliggjandi bæjum.

Giljaböðin. Með Þórunni leiðsögukonunni okkar

GILJABÖÐINHÚSAFELL — FERÐAST UM ÍSLAND

Giljaböðin á Húsafelli

— GILJABÖÐIN —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.