Giljaböðin á Húsafelli #Ísland

Giljaböðin á Húsafelli. Við fórum í algjöra ævintýraferð stutt frá Húsafelli um ævintýralandið í Hringsgili með Þórunni Reykdal, bráðhressum og hispurslausum leiðsögumanni, sem fræddi okkur m.a. um endurnýjanlega orku, en hótelið á Húsafelli hefur nú fengið vottun National Geographic sem sjálfbært hótel, því að það er sjálfbært um kalt og heitt vatn og orku. – PANTA Í GILJABÖÐIN

Giljaböðin á Húsafell Unnsteinn elíasson ferjubakka hleðslumaður húsafell hótel húsafell jarðböð í borgarfirði
Giljagaurar í Giljaböðum

Laugarnar eru hlaðnar í anda Snorralaugar í Reykholti, af þeim mikla hagleiksmanni Unnsteini Elíassyni frá Ferjubakka. Slökunin er alger í gilinu sem tekur utan um mann eins og verndandi faðmur í heitu vatninu. Aðalpottarnir tveir eru mismunandi heitir, en svo er hægt að setjast í volgan bolla neðar í ánni og sjóbaðsfólk getur að lagst í kalda ána.

Giljaböðin á Húsafell – Allt til fyrirmyndar

Farið er frá Þjónustumiðstöðinni á Húsafelli, en þar er hægt að panta ferðirnar og komast 16 manns í hverja ferð. Möguleiki er þó að panta fyrir stærri hóp, sem kemur saman, t.d. í afmælisævintýri og hafa þá með sér nesti, setjast á grasið með pylsur, osta, ólífur, rauðvín, eða það sem hverjum og einum dettur í hug. Skilyrði er þó að taka allt með sér til baka.

Giljaböðin á Húsafell

Enda eru búningsklefar og öll aðstaða snyrtileg og til fyrirmyndar, en þeir eru byggðir úr timbri sem féll til á svæðinu og m.a.s. eru hankarnir úr skeifum frá nærliggjandi bæjum.

Giljaböðin. Með Þórunni leiðsögukonunni okkar

GILJABÖÐINHÚSAFELL — FERÐAST UM ÍSLAND

Giljaböðin á Húsafelli

— GILJABÖÐIN —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steypiboðstertan

Steypiboðstertan. Vinkonur Jóhönnu frænku minnar komu henni á óvænt með Baby Shower boði sem kallast Steypiboð á íslensku. Meðal góðra kaffiveitinga þar var þessi góða og fallega terta. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.