Geitfjársetur á Háafelli – #Ísland

Snjólfur. Geitur eru greindar eins og hundar og bera mikinn persónuleika. Snjólfur er blíður og góður, reisir sig upp á planka og lítur kankvís við, til að athuga hvort ekki sé verið að fylgjast með honum.

Á Háafelli í Hvítársíðu rekur Jóhanna Þorvaldsdóttir og fjölskylda Geitfjársetur sem er fróðlegt að skoða og ekki síst krúttlegt ef maður er með börn. Það er fyrst og fremst Jóhönnu á Háafelli að þakka að íslenska geitastofninum varð bjargað, með þrautseigju sinni og botnlausum áhuga. Á Háafelli eru núna yfir tvöhundruð vetrarfóðraðar geitur. Þar er fjöldinn allur af kiðlingum sem hægt er að klappa og knúsa að vild. Geitur eru skemmtilegar og gáfaðar skepnur og afurðirnar hollar og bragðgóðar. Í versluninni er hægt að fá ýmsar tegundir geitaosta, geitasápu og geitapaté. Já geitapatéið er mjög gott – ég gleymdi að mynda það. Auk þess eru til sölu sultur og ýmislegur geita-tengdur varningur.

Kvikmyndastjarna úr Game of thrones

Þeir sem horfðu á Game of Thrones muna að íslenskar geitur koma við sögu og dreki gerir á þær árás. Geitur frá Háafelli voru notaðar við tökuna og reglulega koma gestir í pílagrímsferðir sem vilja sjá Bamba, „the big star” úr þáttunum.

Geitaostar með hinum og þessum kryddjurtum bragðast einstaklega vel

Það kostar 1500 að skoða. Innifalin er leiðsögn, fræðsla, kaffi og smakk á geitaafurðunum.

Geitamjólkursápur
Ís úr geitamjólk
Jóhanna á Háafelli með Hönnu ömmustúlku og Ragnhildur sem fræddi okkur heil ósköp úti á túni um geitur og ýmislegt fróðlegt þeim tengt

 

Íslenskar geitur
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.