Sögurölt um Húsafell #Ísland

Ingibjörg og Páll Bergþórsson móðurbróðir hennar í sögurölti um Húsafell

Sögurölt um Húsafell. Við fórum í sögurölt með Ingibjörgu Kristleifsdóttur, sem alin er upp á Húsafelli, dóttir frumkvöðlanna Sigrúnar og Kristleifs á Húsafelli. Þetta er mjög auðvelt rölt, frá hótelinu upp að bænum, en margt ber á góma. Ingibjörg er fædd skemmtikraftur og mátulega óskammfeilin, svo að við hlógum okkur máttlausa að lifandi frásögninni.

Við fræddumst um Snorra, kvíahelluna, draugaréttina, frumkvöðlastarf foreldra hennar, en þau voru fyrstu ferðaþjónustubændur á landinu (og hlógu ýmsir að þeim á sínum tíma), kirkjuna og listaverkin hans Páls á Húsafelli, rafstöðvar sem reistar eru af fjórum ættliðum á Húsafelli, en sú síðasta skilar 1100 kW af raforku. Þá fengum við að vita um þátt húsfreyjanna „af því það er alltaf verið að tala um kallana“, sagði Ingibjörg og skellihló. Og margt fleira skemmtilegt.

Ingibjörg bendir á Útfjallið

Mælum hiklaust með söguröltinu, en það verður í boði flesta laugardaga í sumar og hægt að panta þess utan í gegnum afþreyingamiðstöðina eða hótelið. Hámark 25 manns. – SÖGURÖLT

Nafnarnir Bergþórsson og Guðmundsson á Húsafelli

GILJABÖÐINHÚSAFELL — FERÐAST UM ÍSLANDVIRKJANIR Á HÚSAFELLI

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.