Sögurölt um Húsafell #Ísland

Ingibjörg og Páll Bergþórsson móðurbróðir hennar í sögurölti um Húsafell

Sögurölt um Húsafell. Við fórum í sögurölt með Ingibjörgu Kristleifsdóttur, sem alin er upp á Húsafelli, dóttir frumkvöðlanna Sigrúnar og Kristleifs á Húsafelli. Þetta er mjög auðvelt rölt, frá hótelinu upp að bænum, en margt ber á góma. Ingibjörg er fædd skemmtikraftur og mátulega óskammfeilin, svo að við hlógum okkur máttlausa að lifandi frásögninni.

Við fræddumst um Snorra, kvíahelluna, draugaréttina, frumkvöðlastarf foreldra hennar, en þau voru fyrstu ferðaþjónustubændur á landinu (og hlógu ýmsir að þeim á sínum tíma), kirkjuna og listaverkin hans Páls á Húsafelli, rafstöðvar sem reistar eru af fjórum ættliðum á Húsafelli, en sú síðasta skilar 1100 kW af raforku. Þá fengum við að vita um þátt húsfreyjanna „af því það er alltaf verið að tala um kallana“, sagði Ingibjörg og skellihló. Og margt fleira skemmtilegt.

Ingibjörg bendir á Útfjallið

Mælum hiklaust með söguröltinu, en það verður í boði flesta laugardaga í sumar og hægt að panta þess utan í gegnum afþreyingamiðstöðina eða hótelið. Hámark 25 manns. – SÖGURÖLT

Nafnarnir Bergþórsson og Guðmundsson á Húsafelli

GILJABÖÐINHÚSAFELL — FERÐAST UM ÍSLANDVIRKJANIR Á HÚSAFELLI

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....

Marsípankaka með vínberjum

baka vinber marsipan

Marsípankaka með vínberjum. Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist :) Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér