Sögurölt um Húsafell #Ísland

Ingibjörg og Páll Bergþórsson móðurbróðir hennar í sögurölti um Húsafell

Sögurölt um Húsafell. Við fórum í sögurölt með Ingibjörgu Kristleifsdóttur, sem alin er upp á Húsafelli, dóttir frumkvöðlanna Sigrúnar og Kristleifs á Húsafelli. Þetta er mjög auðvelt rölt, frá hótelinu upp að bænum, en margt ber á góma. Ingibjörg er fædd skemmtikraftur og mátulega óskammfeilin, svo að við hlógum okkur máttlausa að lifandi frásögninni.

Við fræddumst um Snorra, kvíahelluna, draugaréttina, frumkvöðlastarf foreldra hennar, en þau voru fyrstu ferðaþjónustubændur á landinu (og hlógu ýmsir að þeim á sínum tíma), kirkjuna og listaverkin hans Páls á Húsafelli, rafstöðvar sem reistar eru af fjórum ættliðum á Húsafelli, en sú síðasta skilar 1100 kW af raforku. Þá fengum við að vita um þátt húsfreyjanna „af því það er alltaf verið að tala um kallana“, sagði Ingibjörg og skellihló. Og margt fleira skemmtilegt.

Ingibjörg bendir á Útfjallið

Mælum hiklaust með söguröltinu, en það verður í boði flesta laugardaga í sumar og hægt að panta þess utan í gegnum afþreyingamiðstöðina eða hótelið. Hámark 25 manns. – SÖGURÖLT

Nafnarnir Bergþórsson og Guðmundsson á Húsafelli

GILJABÖÐINHÚSAFELL — FERÐAST UM ÍSLANDVIRKJANIR Á HÚSAFELLI

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.