Ferðablogg um Ísland

Ferðast um ísland ferðablogg ferðabloggarar íslandsblogg kristinn magnússon morgunblaðið ferðast innanlands
Ferðaþríeykið Bergþór, Páll og Albert leggja land undiir fót í sumar. Mynd Kristinn Magnússon/Morgunblaðið

FERÐAST UM ÍSLAND. Í sumar verður áhersla á ferðalög innanlands hér á síðunni sem þá breytist í matar- og ferðasíðu. Við ætlum að leggja land undir fót, heimsækja alla landshluta og deila hér því sem á vegi okkar verður. Efst síðunni er hnappurinn FERÐAST UM ÍSLAND, þar undir birtast færslurnar eftir landshlutum.

FERÐAST UM ÍSLAND

Við Öxarárfoss

Fyrir stuttu fórum við á Gullfoss og Geysi og seinna til Þingvalla. Þar á báðum stöðum urðum við heillaðir af allri þeirr uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu ár. Ánægjulegt er að sjá merkingar, göngustíga og annað til að auðvelda aðgengi ferðafólks og auka upplifun þeirra.

Svo þetta sé nú alveg á hreinu þá er þetta einungis gert okkur til ánægju, ekki er um að ræða að þeir staðir sem við heimsækjum greiði fyrir umfjöllun. Við tökum með ánægju við ábendingum frá ferðaþjónustufólki sem vill fá okkur í heimsókn og umfjöllun á blogginu, síðu sem fær hátt í tíu þúsund heimsóknir á dag. Þið megið gjarnan benda ferðaþjónustufólki þennan möguleika

Það fylgja því ótvíræðir kostir að hafa góðan veðurfræðing með í för, hér tekur Páll veðrið í Breiðdalnum

FERÐAST UM ÍSLANDGULLFOSS OG GEYSIR

Fylgist með á snappinu

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki, þið megið senda okkur skilaboð á fasbókinni eða póst hér að neðan

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.