Ferðaþríeykið Bergþór, Páll og Albert leggja land undiir fót í sumar. Mynd Kristinn Magnússon/Morgunblaðið
FERÐAST UM ÍSLAND. Í sumar verður áhersla á ferðalög innanlands hér á síðunni sem þá breytist í matar- og ferðasíðu. Við ætlum að leggja land undir fót, heimsækja alla landshluta og deila hér því sem á vegi okkar verður. Efst síðunni er hnappurinn FERÐAST UM ÍSLAND, þar undir birtast færslurnar eftir landshlutum.
Fyrir stuttu fórum við á Gullfoss og Geysi og seinna til Þingvalla. Þar á báðum stöðum urðum við heillaðir af allri þeirr uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu ár. Ánægjulegt er að sjá merkingar, göngustíga og annað til að auðvelda aðgengi ferðafólks og auka upplifun þeirra.
Svo þetta sé nú alveg á hreinu þá er þetta einungis gert okkur til ánægju, ekki er um að ræða að þeir staðir sem við heimsækjum greiði fyrir umfjöllun. Við tökum með ánægju við ábendingum frá ferðaþjónustufólki sem vill fá okkur í heimsókn og umfjöllun á blogginu, síðu sem fær hátt í tíu þúsund heimsóknir á dag. Þið megið gjarnan benda ferðaþjónustufólki þennan möguleika
Það fylgja því ótvíræðir kostir að hafa góðan veðurfræðing með í för, hér tekur Páll veðrið í Breiðdalnum
Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar" eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga
Downton Abbey sítrónukjúklingur. Það kemur kannski ekki svo á óvart að til eru nokkrar matreiðslubækur með réttum úr hinum stórgóðu þáttum Downton Abbey. Hér á bæ er búið að liggja yfir uppskriftum úr þáttunum og prófa fjölmargar.
Konungsætt. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.