
Bananabrauð og rúgbrauð á Sauðafelli
Með morgunkaffinu hjá Berglindi og Finnboga á Sauðafelli í Dölum fengum við bananabrauð og nýbakað rúgbrauð
— SAUÐAFELL — BANANABRAUÐ — RÚGBRAUÐ —
.
Bananabrauðið á Sauðafelli
1 egg
1/2 dl síróp
2 bananar vel þorskaðir
1 dl rifið epli
1 msk kókosolía, fljótandi
200 g hveiti
1 dl haframjöl
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
2 msk haframjöl til að strá ofan á brauðið
Þeytið vel saman eggi og sírópi
Bætið við banönum, epli og kóosolíu. Bætið loks við öllum þurrefnunum.
Setjið í ílangt form og stráið haframjölinu yfir.
Bakið við 180°C í 43 mín við undir og yfirhita.

Rúgbrauð Ingu ömmu
4 b rúgmjöl
2 b hveiti
3 tsk natron
1 b síróp
2 msk púðursykur
1 l súrmjólk
2 tsk salt
Setjið allt í skál og hrærið saman
Bakið við 100°C í 12 klst. við undir og yfirhita.
Tvöföld uppskrift passar í steikarpott.

— SAUÐAFELL — BANANABRAUÐ — RÚGBRAUÐ —
— BANANABRAUÐ OG RÚGBRAUÐ Á SAUÐAFELLI —
.