Sauðafell í Dölum #Ísland

Finnbogi harðarson sturlungaöld jón arason kirkjugarðurinn Berglind vésteinsdóttir á Sauðafelli sauðafell í dölum gisting gistihús gistiheimili berglind
Gistiheimilið á Sauðafelli

Sauðafell í Dölum

Á hinu sögufræga höfuðbóli Sauðafelli í Dölum reka hjónin Finnbogi og Berglind myndar sauðfjárbú og gistiheimili. Þarna er dásamlegt að dveljast um skemmri eða lengri tíma. „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“ kom upp í hugann þegar gengið var til náða, en út um gluggann mátti sjá allt frá Baulu í Borgarfirði og út á sólarlagið á Breiðafirði og lömbin undu vel hag sínum við fuglasönginn.

SAUÐAFELLFERÐAST UM ÍSLAND

.

Morgunkaffibollinn var drukkinn á pallinum við fuglasöng og lambajarm

Sauðafell hefur verið í eigu fjölskyldunnar í rúma öld. Fyrir nokkrum árum gerðu Berglind og Finnbogi afar smekklega upp gamla íbúðarhúsið á bænum, sem var byggt 1897, og breyttu því í gistiheimili. Þarna er mikið um útsaum frá gamalli tíð og falleg gömul húsgögn og húsið er því fullt af karakter. Þetta er stórhýsi á þess tíma mælikvarða með sex svefnherbergjum með uppábúnum rúmum fyrir 13 manns. Eldhúsið er vel útbúið, stór stofa og 3 baðherbergi með sturtu. Hægt er að leigja stök herbergi eða allt húsið sem hentar vel fyrir starfsmannahópa, vinafundi eða fjölskylduhittinga.

Hlýlegt og notalegt

Maður fær gæsahúð þegar hugsað er um söguna hér. Í kirkjunni var byssuslagur þegar Jón Arason var handtekinn haustið 1550. Sturla Sighvatsson bjó hér og Sauðafellsför í janúar 1229 er annar frægur atburður í sögunni.

Páli finnst ekki ólíklegt að kólnandi loftslag hafi komið Sturlungaöld af stað. Fólki fækkaði, tekjur minnkuðu og þá fóru þeir að reyna að leggja undir sig meira land. Og allt fór í bál og brand.

Stofan á Sauðafelli
Kirkjugarðurinn á Sauðafelli, hér stóð sóknarkirkja til 1919 er hún var lögð niður

Kirkjugarðurinn á Sauðafelli. Í kirkjugarðinum var kaþólski biskupinn Jón Arason handtekinn og fluttur í Skálholt og hálshöggvinn haustið 1550

SAUÐAFELLFERÐAST UM ÍSLAND

.

Eitt og annað áhugavert í nágrenninu: ÓLAFSDALUR — BÚÐARDALURERPSSTAÐIRVEIÐISTAÐURINNDALAKOTHANDVERKSHÓPURINN BOLLISUNDLAUGIN LAUGUMGUÐRÚNARLAUGVÍNLANDSSETUREIRÍKSSTAÐIRDALAHESTARHÚSDÝRAGARÐURINN Á HÓLUM

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Finnbogi og Berglind á Sauðafelli
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.