Bananabrauð og rúgbrauð á Sauðafelli

Inga Aðalheiður Guðbrandsdóttir hróðnýjarstaðir Rúgbrauð Ingu ömmu inga amma bananabrauð sauðafell í dölum berglind finnbogi gisting
Bananabrauð og Rúgbrauð Ingu ömmu

Bananabrauð og rúgbrauð á Sauðafelli

Með morgunkaffinu hjá Berglindi og Finnboga á Sauðafelli í Dölum fengum við bananabrauð og nýbakað rúgbrauð

SAUÐAFELLBANANABRAUÐRÚGBRAUÐ

.

Bananabrauðið á Sauðafelli

1 egg
1/2 dl síróp
2 bananar vel þorskaðir
1 dl rifið epli
1 msk kókosolía, fljótandi
200 g hveiti
1 dl haframjöl
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
2 msk haframjöl til að strá ofan á brauðið

Þeytið vel saman eggi og sírópi
Bætið við banönum, epli og kóosolíu. Bætið loks við öllum þurrefnunum.
Setjið í ílangt form og stráið haframjölinu yfir.
Bakið við 180°C í 43 mín við undir og yfirhita.

Rúgbrauð Ingu ömmu. Rúgbrauðsuppskriftin kemur frá ömmu Berglindar, Ingu Aðalheiði Guðbrandsdóttur á Hróðnýjarstöðum

Rúgbrauð Ingu ömmu

4 b rúgmjöl
2 b hveiti
3 tsk natron
1 b síróp
2 msk púðursykur
1 l súrmjólk
2 tsk salt

Setjið allt í skál og hrærið saman
Bakið við 100°C í 12 klst. við undir og yfirhita.

Tvöföld uppskrift passar í steikarpott.

Finnbogi og Berglind á Sauðafelli

SAUÐAFELLBANANABRAUÐRÚGBRAUÐ

— BANANABRAUÐ OG RÚGBRAUÐ Á SAUÐAFELLI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kunnið þér borðsiði?

Heimilisalmanak

Kunnið þér borðsiði? „Þó þér getið talað öll mál veraldarinnar og kunnið vel flesta mannasiði, er það lítils virði, ef þér kunnið ekki borðsiði svo vel, að þér getið borðað með hverjum sem er, og hvar sem er í heiminum.“

– Helga Sigurðardóttir, Heimilis almanak, 1942.

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)