Éta í Vestmannaeyjum #Ísland

BORGARI HAMBORGARI GRÁÐAOSTUR Gráðostaborgari með beikoni gísli matt gísli matthías auðunsson veganborgari vestmannaeyjar heimaey EYJAR éta étamat éta mat veitingastaður skyndibiti hamborgarastaður
ÉTA – Gráðostaborgari með beikoni

Éta í Vestmannaeyjum

ÉTA er nýr staður í Vestmannaeyjum með úrvals borgurum og kjúklingavængjum. Sumum finnst ekkert spes að tala um að fólk éti, en þegar nánar er gáð er þetta sama orðið og eat á ensku og essen á þýsku og þykir vel nothæft þar! Svona eru tungumál fyndin, en nafnið er grípandi og gefur til kynna að staðurinn tekur sig ekki hátíðlega.

Það er vel hugsað fyrir öllu, veganfólk fær sitt, börnin sitt og kjötæturnar sitt – allir ánægðir. Þar er allt gert frá grunni, kjötið hakkað á staðnum og allar sósur einnig. Hamborgarabrauðið er sérbakað á Vigtinni

Staðurinn er ekki stór, en það var stanslaus straumur af fólki. Flestir voru að ná í take-away, en öll sæti voru líka setin. Við settumst við stórt borð og það myndaðist frjálsleg stemning, þar sem ásamt okkur settust tvær fjölskyldur og þetta varð gott partí. Allt svo heimilislegt. Eins og nafnið.

ÉTAVESTMANNAEYJAR —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

ÉTA – Kjúklingabitar í kryddhjúp
ÉTA – Ostborgari, veganborgari, gráðostaborgari og kjúklingur í kryddhjúp
ÉTA – Hörkuduglegt önnum kafið starfsfólk. F.v. María Fönn, Adrian og Hannes Már vaktstjóri
ÉTA –
ÉTA – Hannes Már og Bergþór
ÉTA – veganborgari

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.

Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw. Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.

Matarborgin París – ýmsar gagnlegar upplýsingar

Matarborgin París. Fátt jafnast á við að teyga vorið í París, ganga milli matarmarkaða, veitingastaða og kaffihúsa og njóta þess besta sem matarborgin mikla býður uppá. Almenningsgarðar draga líka að sér sumarlega klætt fólk sem situr í aflappað í grasinu með nesti. París er engu lík, oft nefnd borg elskenda.

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Limalangur og toginleitur

Toginleitur

Í grönnum manngerðum er beinakerfið allt léttbyggt. Annað hvort er maðurinn allur lítill og fíngerður, eða hár og grannur. Venjulega er hann limalangur og toginleitur. Hann er sjaldan feitur. Venjulega er húðin mjúk og þunn. Höfuðhár er venulega mikið; það endist vel, oft alla ævi.