Fiskisúpa Þórunnar

Þórunn reykdal fiskisúpa sjómannasúpa fisksúpa borgarfjörður leiðsögukona leiðsögumaður húsafell giljaböðin
Þórunn eys fiskisúpunni

Óskaplega sem fiskisúpur eru góðar

Eftir að hafa notið Giljabaðanna á Húsafelli bauð Þórunn Reykdal leiðsögukonan okkur í matarmikla og bragðgóða fiskisúpu og ostaskonsur með.

.

GILJABÖÐINHÚSAFELLFISKISÚPUROSTASKONSUR

.

Þórunn Reykdal við fiskisúpupottinn

Fiskisúpa – sjómannasúpa

1/2 l fisksoð
2 msk smjör
2 msk karrý
1 tsk paprikuduft
1/2 blaðlaukur, fínt saxaður
2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
4 dl rjómi
1 dl hvítvín/portvín
2-3 msk chilisósa
2 dl niðursoðnir kræklingar
120 g rækjur
salt og pipar
Maísenamjöl

Bræðið smjör í potti, sáldrið karrýi og papriku yfir og látið blaðlauk og hvítlauk krauma í smjörinu í 2 mín
Bætið fiskisoði,m rjóma, hvítvíni og chilisósu í pottinn og látið sjóða í 1-2 mín.
Þykkið súpuna hæfilega með maísenamjöli, sem hefur verið hrært út í köldu vatni og bragðbætið með salti og pipar

Ostaskonsur
Með Þórunni við Giljaböðin

.

GILJABÖÐINHÚSAFELLFISKISÚPUROSTASKONSUR

— FISKISÚPA ÞÓRUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði.

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.