
Óskaplega sem fiskisúpur eru góðar
Eftir að hafa notið Giljabaðanna á Húsafelli bauð Þórunn Reykdal leiðsögukonan okkur í matarmikla og bragðgóða fiskisúpu og ostaskonsur með.
.
— GILJABÖÐIN — HÚSAFELL — FISKISÚPUR — OSTASKONSUR —
.

Fiskisúpa – sjómannasúpa
1/2 l fisksoð
2 msk smjör
2 msk karrý
1 tsk paprikuduft
1/2 blaðlaukur, fínt saxaður
2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
4 dl rjómi
1 dl hvítvín/portvín
2-3 msk chilisósa
2 dl niðursoðnir kræklingar
120 g rækjur
salt og pipar
Maísenamjöl
Bræðið smjör í potti, sáldrið karrýi og papriku yfir og látið blaðlauk og hvítlauk krauma í smjörinu í 2 mín
Bætið fiskisoði,m rjóma, hvítvíni og chilisósu í pottinn og látið sjóða í 1-2 mín.
Þykkið súpuna hæfilega með maísenamjöli, sem hefur verið hrært út í köldu vatni og bragðbætið með salti og pipar


.
— GILJABÖÐIN — HÚSAFELL — FISKISÚPUR — OSTASKONSUR —
.