Dalur – fjölskyldukaffihús í Laugardalnum #Ísland

rauðrófusúpa farfuglar Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður Ólafsdóttir og Vilborg eiríksdóttir gæða sér á rabarbarapæinu góða kaffi dalur kaffihúsið dalur farfulgaheimilið laugarnesvegur
Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður og Vilborg gæða sér á rabarbarapæinu góða

Það nýjasta í kaffihúsaflórunni í Reykjavík er Dalur í Farfuglaheimilinu á Sundlaugavegi í hjarta Laugardalsins. Þarna er glæsilegt og rúmgott útisvæði og vegleg leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni – sannkallað fjölskyldukaffihús þar sem hundar eru velkomnir líka. Matseðilinn er einfaldur og fínn og vandaður, það gladdi mig verulega að sjá rabarbarapæið fræga á kaffiseðlinum. Já og svo er verðinu stillt í hóf.

DALURKAFFIHÚSFERÐAST UM ÍSLAND — Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Þrjár gerðir af grilluðum samlokum eru á Dal, hver annarri betri
Bragðmikil og ljúffeng rauðrófusúpa
Bökur með salati
Sigríður ber kaffi í gesti
Dalur Farfuglaheimilinu í Laugardal. Sundlaugagestir, hjólafólk, gönguhópar, mömmuhópar eiga eftir að taka þessu stórfína kaffihúsi opnum örmum
Við gættum okkur á grilluðum samlokum, bökum og ýmsu fleiru – allt mjög gott
Starfsfólkið á Dal, f.v. Elín, Steinn, Linda, Tine, Sigga, Oddvar, Cao, Sigriður, Ingvar, Þorsteinn, Olivier,
Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni— FERÐAST UM ÍSLAND —

Stórt leiksvæði er inni á kaffihúsinu
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.