Dalur – fjölskyldukaffihús í Laugardalnum #Ísland

rauðrófusúpa farfuglar Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður Ólafsdóttir og Vilborg eiríksdóttir gæða sér á rabarbarapæinu góða kaffi dalur kaffihúsið dalur farfulgaheimilið laugarnesvegur
Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður og Vilborg gæða sér á rabarbarapæinu góða

Það nýjasta í kaffihúsaflórunni í Reykjavík er Dalur í Farfuglaheimilinu á Sundlaugavegi í hjarta Laugardalsins. Þarna er glæsilegt og rúmgott útisvæði og vegleg leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni – sannkallað fjölskyldukaffihús þar sem hundar eru velkomnir líka. Matseðilinn er einfaldur og fínn og vandaður, það gladdi mig verulega að sjá rabarbarapæið fræga á kaffiseðlinum. Já og svo er verðinu stillt í hóf.

DALURKAFFIHÚSFERÐAST UM ÍSLAND — Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Þrjár gerðir af grilluðum samlokum eru á Dal, hver annarri betri
Bragðmikil og ljúffeng rauðrófusúpa
Bökur með salati
Sigríður ber kaffi í gesti
Dalur Farfuglaheimilinu í Laugardal. Sundlaugagestir, hjólafólk, gönguhópar, mömmuhópar eiga eftir að taka þessu stórfína kaffihúsi opnum örmum
Við gættum okkur á grilluðum samlokum, bökum og ýmsu fleiru – allt mjög gott
Starfsfólkið á Dal, f.v. Elín, Steinn, Linda, Tine, Sigga, Oddvar, Cao, Sigriður, Ingvar, Þorsteinn, Olivier,
Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni— FERÐAST UM ÍSLAND —

Stórt leiksvæði er inni á kaffihúsinu
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Maís- og basilklattar

Maís- og basilkökur

Maís- og basilklattar henta sem meðlæti með kjúklingaréttum eða grillkjötinu. Við höfðum þær sem aðalrétt og bárum með tómatasalat og sinnepssósu. Þessi uppskrift gerir um tíu kökur. Til tilbreytingar má setja spínat í staðinn fyrir basil og saxa hvítlauk saman við deigið.

Ávaxtaterta – holl og góð terta

Avaxtaterta

Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir.  Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt