Ostaskonsur

Ostaskonsur Kristín Gestsdóttir þórunn reykdal leiðsögumaður tóta húsafell borgarfjörður bollur gerlausar bollur
Ostaskonsur

Þórunn Reykdal var okkar leiðsögukona þegar við fórum í Giljaböðin á Húsafelli. Hún bauð okkur í fiskisúpu og hafði ostaskonsur með

.

GILJABÖÐINHÚSAFELLBOLLURSÚPUR

.

Þórunn með fiskisúpuna góðu

Skonsudeig á ekki að hnoða mikið, það á að vera frekar lint og er flatt út um 2 cm þykkt. Til eru riffluð mót um 6 cm í þvermál en líka má skera undan glasi. Úr uppskrifinni fást um 20 skonsur*

Ostaskonsur

500 g hveiti
1 1/2 tsk salt
5 tsk lyftiduft
1 lítil dós kotasæla
1 dl matarolía
2 dl kalt vatn
1 stórt egg
150 g fínt rifinn ostur

Setjið hveiti, salt og lyftiduft í skál, bætið kotasælu, olíu, eggi og vatni út í.
Bætið við osti og hnoðið lauslega. Þetta á að vera frekar lint deig. Bætið í vatni eða hveiti ef þarf.
Leggið deigið (ca 6 cm) á hveitistráð borð og fletjið út um tveggja cm þykkt. Notið glas eða annað til að skera skonsurnar úr deiginu og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu
Penslið með eggjarauðu og mjólk
Bakið við 210°C í um 15 mín

*Uppskriftin er frá Kristínu Gestsdóttur og birtist í Morgunblaðinu

Þórunn Reykdal
Með Þórunni við Giljaböðin

.

GILJABÖÐINHÚSAFELLBOLLURSÚPUR

— OSTASKONSUR ÞÓRUNNAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.