Drangey á Skagafirði – ævintýraveröld og dramatík #Ísland

Helgi Rafn viggósson viggó jónsson drangey drangeyjarferðir drangey tours skagafjörður grettir ásmundarson
Með Drangeyjarjörlunum, feðgunum Viggó og Helga Rafni

Drangey á Skagafirði – ævintýraveröld og dramatík

Enn einu sinni urðum við agndofa, bæði yfir landinu okkar og framúrskarandi ferðaþjónustufólki. Frá þjóðvegi 1 virðist Drangey vera eins og hella í sjónum, reyndar mjög falleg hella, ekki síst í rjómablíðu sólarlagi. Þegar nær dregur lýkst hins vegar upp ævintýraveröld.

Þeir Helgi Rafn Viggósson og Viggó Jónsson stýra Drangeyjarferðum og hafa mikla reynslu af að fara til Drangeyjar í öllum mögulegum tegundum ferða. En það var alls ekki eins og þeir væru orðnir leiðir á því, þvert á móti var ástríðan fyrir fegurðinni og sögunni smitandi. Í ferðinni fær maður allt í einum pakka, stórbrotið landslag, dramatíska sögustund hjá byrginu hans Grettis, skemmtun og fiðring í magann á leiðinni upp bjargið.

Helgi var leiðsögumaður og kakógerðarmaður, en Viggó skipstjóri og fór reyndar líka yfir Grettissögu af mikilli kunnáttu. Það er ekki verra að vera búinn að rifja upp söguna, en í raun þarf fólk ekki að vita neitt um Gretti til að njóta, svo spennandi var frásögnin.

Uppgangan er frekar brött en búið er að setja þrep, stiga og kaðla til að halda sér í. Við sem erum óttalega lofthræddir gleymdum því alveg í allri fegurðinni. Hins vegar er þetta ekki alveg skítlétt, 6 ára strákur í ferðinni fór þó létt með, enda var hans vel gætt.

DRANGEYJARFERÐIRSKAGAFJÖRÐUR -—  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Frá Drangey er hið mesta víðsýni um Skagafjörð og glæsilegan fjallahringinn. Eyjan er að mestu úr móbergi, hrikalegt hamravígi. Þar hafðist útlaginn Grettir við seinustu ár sín ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi og þar var hann veginn, helsjúkur, í skála sínum af Þorbirni öngli og mönnum hans, trúlega árið 1031.

DRANGEYJARFERÐIRSKAGAFJÖRÐUR -—  FERÐAST UM ÍSLAND GRETTIR ÁSMUNDARSON

.

Drangey

Fuglalífið er með ólíkindum í Drangey, mest ber á stuttnefju, langvíu, álku og lunda. Stuttnefjan og langvían verpa í bjarginu sjálfu en álkan einkum í urðum undir því. Lundinn grefur sér holur. Auk þess verpa rita og fýll í björgunum og hrafn og valur eiga sér þar einnig griðland.

Göngustígar í Drangey eru til fyrirmyndar

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni 

Lendingin í Drangey
Drangey og Kerlingin
Vaskur hópur í Drangey

Kerlingin
Viggó segir sögu Grettis við Grettisbæli
Farið er í Drangey frá Sauðárkróki með Drangeyjarferðum

DRANGEYJARFERÐIRSKAGAFJÖRÐUR -—  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

NOSTRA – beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í borginni

Allt til fyrirmyndar á Nostra. Glæsilegt og notalegt umhverfi.  Ógleymanlegt ferðalag um geima bragðtegundanna. Gætt er að heildarupplifun, tímasetningum, allt útpælt. Nostra fer beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í Reykjavík

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.