Auglýsing
baráttan um ísland 1238 örlygsstaðabardagi SAUÐÁRKRÓKUR skagafjörður sýning sturlunga
Á Sauðárkróki er fjallað um Örlygsstaðabardaga á gagnvirkri sýningu sem kallast: 1238 orrustan um Ísland

Orrustan um Ísland, Örlygsstaðabardagi 1238. Á Sauðárkróki er mjög vel heppnuð gagnvirk sýning um fjölmennustu orrustu sem háð hefur verið á Íslandi ogs fór fram við eyðibýlið Örlygsstaði í Skagafirði. Frá Örlygsstaðabardaga segir í Sturlungu, og er frásögnin í þeim hluta hennar sem Sturla Þórðarson lögmaður og sagnaritari skrifar, en hann var viðstaddur bardagann og barðist í liði frændmenna sinna, Sturlunga.

Orustan um Ísland1238GRÁNA BISTRÓSKAGAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND

Auglýsing

Sviðsettur er frægasti atburður Sturlungaaldarinnar; blóðugasta og afdrifaríkasta tímabilinu í sögu Íslands þar sem ættar- og höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld sem lauk með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu. Með gagnvirkum sýndarveruleika gerast gestir virkir þátttakendur í bardaganum mikla – og það er ferlega skemmtilegt.

 

1238 Orrustan um Ísland er staðsett á Sauðárkróki, Skagafirði, í u.þ.b. 1,5 klst akstri frá Akureyri og 3,5 klst akstri frá Reykjavík.

Orustan um Ísland1238SKAGAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND

Gránubúð, er minjagripa og gjafavörubðuð með handunna vöru í íslenskri hönnun, staðsett á fyrstu hæð sýningarinnar