Vínlandssetur í Búðardal #Ísland

Vínlandssetrið í Búðardal landafundir búðardalur leifsbúð dalirnir sýning leifur heppni eiríkur rauði grænland ameríka
Vínlandssetrið í Búðardal

Vínlandssetur í Búðardal

Fjallað er um landnám norrænna manna á Grænlandi og fund Ameríku  á Vínlandssetrinu í Búðardal. Við erum að tala um löngu, löngu áður en einhver Kristófer Kólumbus kom við sögu. Stuðst er við Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu.

.

Sýningin er gríðarlega haganleg og vel uppsett. Maður fær heyrnartól og gengur á milli lítilla bása með myndefni. Við nutum þess mjög vel, en þó tók ég eftir að hvergi var getið um rannsóknir Páls tengdapabba, en hann sannaði að Íslendingar hefðu farið mun vestar en áður var talið, enda útilokað að þeir hafi fundið vínvið í L´Anse aux Meadows, þar sem er kaldara en hér.

Engu að síður er sýningin mjög fróðleg og skemmtileg, jafnt fyrir þá sem hafa pælt í efninu og leikmenn.

VÍNLANDSSETURBÚÐARDALUREIRÍKSSTAÐIRDALAKOTFERÐAST UM ÍSLAND — 

Þessi saga tengist Dölunum sterkum böndum. Frá Eiríksstöðum í Haukadal hélt Eiríkur rauði árið 1000 í vesturátt og fann Grænland. Þaðan fór síðar sonur hans Leifur heppni og fann Ameríku fyrstur norrænna manna.

Vínlandssetrið – Leifsbúð
Búðarbraut 1, 370 Búðardal
S. 434 1441 og info@vinlandssetur.is – VÍNLANDSSETUR.IS 

HÖFUNDAR SÝNINGARINNAR

Vínlandssetrið

FERÐAST UM ÍSLAND — EIRÍKS SAGA RAUÐAGRÆNLENDINGASAGA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn