Auglýsing
Hótel West á patreksfirði patró Sigríður jóhann svavarsson Sigríður Gísladóttir patreksfjörður gisting
Hótel West á Patreksfirði

Hótel West á Patreksfirði

Gamla kaupfélagshúsið á Patreksfirði hefur verið gert upp og þar er nú einstaklega fallegt og snyrtilegt hótel, Hótel West, með dásamlegu útsýni yfir fjörðinn. Hjónin Sigríður Gísladóttir og Jóhann Svavarsson stóðu í breytingunum sjálf af mikilli smekkvísi. Hér hefur verið hugsað um hvert smáatriði af natni, t.d. eru dúkar á borðum eru úr hlýraroði.

Morgunkaffi með Sigríði hótelstýru á Hótel West

Það er líka vakað yfir þjónustunni, sem er persónuleg og liðleg eins og oft vill vera á litlum hótelum. Gott er að fá leiðbeiningar frá fólki sem veit. Hér eru frábærir veitingastaðir, fínasta sundlaug í 2 mín. fjarlægð, golfvöllur, að ógleymdum náttúruperlunum í ökufæri, Vatnsfirði, Látrabjargi, Rauðasandi.

Við nutum dvalarinnar eins og blómi í eggi og fórum sælir og glaðir á vit nýrra ævintýra.

HÓTEL WEST — PATREKSFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND

.

Fínasti morgunverður á Hótel West

HÓTEL WEST — PATREKSFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing