Þarabað á Reykhólum #Ísland

reykhólar þaraböðin reykhólasveit halla sjávarsmiðjan seaweed bath in iceland
Þarabað á Reykhólum

Þarabað á Reykhólum

Margir taka þaratöflur til að húðin verði falleg. Við tjaldsvæðið Bolaskeið á Reykhólum er hægt að fara í þarabað, maður sem sagt makar á sig sem svarar þúsundum þarataflna – trúið mér þetta er verulega hressandi og mýkjandi fyrir húðina. Og bara svo það sé skýrt, það er hreinsað á milli og allir fá ferskt þarabað!

Halla tók á móti okkur og sagði frá hvernig hennar húð mýktist og psoriasis hvarf með reglulegum þaraböðum. Í baðinu mökuðum við á okkur þara bæði í andlit og hár og erum núna með silkimjúka húð.

Á heimasíðunni skrifar kona að hún sé tuttugu árum yngri og ekki með eitt einasta grátt hár og þakkar það þaranum

ÞARABÖÐINREYKHÓLARFERÐAST UM ÍSLAND

.

Með þaraböðum eru náttúrulegir eiginleikar þarans nýttir til að auka teygjanleika húðar, draga úr öldrun hennar, vinna gegn appelsínuhúð, sem og auka mýkt og raka húðarinnar. Að auki hafa þaraböð einnig gagnast gegn ýmsum húðkvillum í ætt við Exem sbr. psoriasis. Sæmi um jákvæð áhrif
Silkimjúkir og sléttir eftir þarabaðið með Höllu unglegu á milli okkar en hún verður áttræð á sunnudaginn (grín)
Þaraböðin á Reykhólum

FERÐAST UM ÍSLAND — 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Þegar Siglfirðingar eru annars vegar kemur manni ekkert á óvart lengur, þar lætur fólk verkin tala. Síðasta sumar opnaði Fríða Gylfadóttir þar súkkulaði- og kaffihús eftir að hafa sest á súkkulaðiskólabekk í Belgíu.

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Lax cummin

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu. Að grunni til tengist þessi uppskrift Norður-Afríku en hefur tekið smá breytingum eins og gengur. Látið ekki kryddmagnið fæla ykkur frá því að prófa réttinn.

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt...