Jöklaís á Brunnhóli – fjórtán ískúlum hesthúsað #Ísland

Hornafjörður höfn brunnhóll jöklaís beint frá býli heimagerður ís sveitagisting gistiheimili gisting nálægt höfn
Jöklaís á Brunnhóli sem á Mýrunum, rétt fyrir vesta Höfn í Hornafirði

Jöklaís á Brunnhóli

„Þeir eru búnir að borða átta ískúlur!” sagði strákurinn á næsta borði við pabba sinn í þegar við smökkuðum allar tegundirnar sem voru í boði þann daginn á Brunnhóli þar sem er framleiddur Jöklaís. Það sem strákurinn, sem heitir Eiríkur, vissi ekki er að um kvöldið borðuðum við á Ósnum á Hótel Höfn og bættum þar við fjórum ískúlum. Sem sagt FJÓRTÁN ÍSKÚLUR á stuttum tíma. Það má segja að ísinn á Brunnhóli sé alveg þráðbeint frá býli, ísinn er framleiddur í næsta húsi úr kúm fjölskyldunnar.

— FERÐAST UM ÍSLAND

.

Eiríkur vinur okkar sem varð um og ó að sjá okkur borða átta ískúlur. Þarna heldur Bergþór á ískúlum níu og tíu. Stuttu síðar fengum við okkur fjórar í viðbót

Vanillurjómaís, Bailesy´sís, Piparmyntuís, kókosís með fylltum lakkrísbitum, Pistasíu ís, súkkulaðiís, draumaís, fíflaís og hindberjaís

Á Brunnhóli er einnig Gistiheimilið Brunnhóll

BRUNNHÓLLJÖKLAÍSHORNAFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND

.

Ljómandi góður Jöklaís. Fíflaísinn, kúlan sem er lengst til vinstri á fremri disknum, kom verulega á óvart.

— FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.