Auglýsing
Vínarbrauð Hjördísar Rutar Líney Kristinsdóttir íslenskt kaffimeðlæti Súkkulaðiglassúr gamaldags vínarbrauð með sultu rabarbarasulta súkkulaðiglassúr sigurlaug margrét jónasdóttir hjördís rut jónasdóttir
Vínarbrauð Hjördísar Rutar

„Hjördís systir mín bakar bestu gamaldags vínarbrauð í heiminum!”

þannig hljóðuðu skilaboð sem ég fékk frá Sigurlaugu Margréti er þær systur sátu úti í garði og fengu sér kaffi úr sparibollunum og gæddu sér á vínarbrauði með rabarbarasultu og súkkulaðiglassúr. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskrifina.

HJÖRDÍS RUT SIGURLAUG MARGRÉTVÍNARBRAUÐRABARBARASULTASÚKKULAÐIGLASSÚRÍSLENSKT

Auglýsing

.

Systurnar Hjördís Rut og Sigurlaug Margrét Jónasdætur

Vínarbrauð Hjördísar Rutar

1/2 kg hveiti
180 g sykur
180 g smjör
3 tsk lyftiduft
1 egg
1 tsk vanilludropar
Mjólk eftir þörfum (ca 2 dl)

Blandð öllu saman og hnoðIð. Fletjið út í fimm lengjur. Setjið rabarbarasultu á og brjótið hliðarnar yfir að miðju. Bakið við 180°C í 20-25 mín.

Súkkulaðiglassúr
400 g flórsykur
3 góðar matskeiðar kakó
sjóðandi vatn
Setjið lítið vatn í einu þar til passlegt. Smakkið svo hvort þarf aðeins meira af kakói eða flórsykri
Dreifið yfir vínarbrauðin

Vínarbrauðsuppskriftin. Ef fólk vill tvöfalda skal notast við tölurnar í svigunum fyrir aftan. Upphaflega uppskriftin er með smjörlíki en Hjördís notar smjör í dag
Vínarbrauð með sultu og súkkulaðiglassúr. Uppskriftin kemur upphaflega frá Líney Kristinsdóttur, móðursystur eiginmanns Hjördísar

.

HJÖRDÍS RUT SIGURLAUG MARGRÉTVÍNARBRAUÐRABARBARASULTASÚKKULAÐIGLASSÚRÍSLENSKT

— VÍNARBRAUÐ MEÐ SÚKKULAÐIGLASSÚR —

.