Látrabjarg og Rauðisandur #Ísland
Loksins sáum við Látrabjarg og Rauðasand, þvílíkar náttúruperlur sem við eigum.
Óskaplega verður maður agnarsmár á Látrabjargi. Held þetta sé eitthvert það hrikalegasta sem ég hef séð á Íslandi og vel þess virði að finna spennuna og hræðsluna sem hríslast um líkamann. Bjargið er iðandi í fugli og víða þröngt á þingi. er þverhnípt bjargið um 440 metrar á hæð
Rauðisandur er margra kílómetra löng rauð sandstrandlengja sem er alveg ótrúlega falleg. Liturinn er ýmist gulur, rauður og allt að því svartur, þetta fer allt eftir birtunni. Sandurinn fær rauða litinn frá hörpudiskskeljum. Munið bara að fara varlega, það er brattur malarvegur. Svo er örstutt að ganga frá tjaldsvæðinu að Sjöundá
Við sunnanverðan Patreksfjörð er Sauðlauksdalur, sem meðal nútímafólks er einna þekktastur fyrir að þar bjó Björn Halldórsson prestur sem var einna fyrstur hér á landi til að rækta kartöflur (og annað grænmeti) á átjándu öld.
— RAUÐISANDUR — LÁTRABJARG — SJÖUNDÁ — SAUÐLAUKSDALUR — HÓTEL WEST — FERÐAST UM ÍSLAND —
.
— RAUÐISANDUR — LÁTRABJARG — SJÖUNDÁ — SAUÐLAUKSDALUR — HÓTEL WEST — FERÐAST UM ÍSLAND —
.