Auglýsing
rósmarý dröfn sólmundardóttir, Bergþór og Ásta Snædís Guðmundsdóttir Stöðvarfjörður brekkan gelgjufóður veitingastaður búð sjoppa bar verslun hamborgar franskar pitsur steiktur fiskur
Rósmarý, Bergþór og Ásta Snædís

Vinkonurnar Ásta Snædís frænka mín og Rósmarý reka Brekkuna á Stöðvarfirði. Brekkan er allt í senn veitingastaður, verslun og bar. Það er verulega hressandi að hitta þær stöllur eins og sjá má á myndunum. Þetta er mjög vinsæll staður af vinnandi fólki, sem pantar þá heimilismat, t.d. kótilettur eða fisk.

Rósmarý, Albert og Ásta Snædís

Það er ekkert snobb í gangi, staðurinn reynir ekki að vera neitt annað en hann er, heiðarlegir hamborgarar og steiktur fiskur með frönskum. Svo koma þær Ásta og Rósmarý til dyranna eins og þær eru klæddar. Kokteilsósan m.a.s. á sínum stað. Pizzur á fimmtudögum og föstudögum.

Auglýsing

Ásta Snædís er sú sama og heklaði HOMMAPOTTALEPPANA — BREKKANSTÖÐVARFJÖRÐURÁSTA SNÆDÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

Eru bestu hamborgarar landsins á Stöðvarfirði?

EN, margir segja að þetta séu bestu hamborgarar á Íslandi. Það er nefnilega mjög auðvelt að fá matarást á Ástu. Kannski köllum við hana bara Matarástu.

Gelgjufóður. Franskar í pylsubrauði með hamborgarasósu og osti

Ásta lenti einu sinni í símahrekk á Bylgjunni, þar sem konan í símanum sagði að maðurinn sinn (sem borðaði daglega hjá Ástu) hrópaði gjarnan „Ásta! Fiskibollur!“ upp úr svefni. Spurði svo hvort Ásta gæti gefið sér uppskriftina. Ásta er alveg hrekklaus og vandaði sig við að gefa uppskriftina í beinni, þar til hún var stoppuð og sagt að hún væri í símahrekk. Þá hló hún ennþá hærra en venjulega, svo að heyrðist um allt þorpið.

Steiktur fiskur dagsins

Ásta Snædís er sú sama og heklaði HOMMAPOTTALEPPANA — BREKKANSTÖÐVARFJÖRÐURÁSTA SNÆDÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

— BREKKAN Á STÖÐVARFIRÐI —