Látrabjarg og Rauðisandur #Ísland

Páll bergþórsson og Bergþór á Látrabjargi látrabjarg rauðisandur patreksfjörður sauðlauksdalur björn halldórsson hörpudiskur
Páll og Bergþór á Látrabjargi

Látrabjarg og Rauðisandur #Ísland

Loksins sáum við Látrabjarg og Rauðasand, þvílíkar náttúruperlur sem við eigum.

Óskaplega verður maður agnarsmár á Látrabjargi. Held þetta sé eitthvert það hrikalegasta sem ég hef séð á Íslandi og vel þess virði að finna spennuna og hræðsluna sem hríslast um líkamann. Bjargið er iðandi í fugli og víða þröngt á þingi.  er þverhnípt bjargið um 440 metrar á hæð

Sólbakaðir á Rauðasandi
Rauðisandur. Það var Ármóður rauði Þorbjarnarson sem þarna nam land og þessvegna heitir sandurinn Rauðisandur (ekki Rauðasandur)

Rauðisandur er margra kílómetra löng rauð sandstrandlengja sem er alveg ótrúlega falleg. Liturinn er ýmist gulur, rauður og allt að því svartur, þetta fer allt eftir birtunni. Sandurinn fær rauða litinn frá  hörpudiskskeljum. Munið bara að fara varlega, það er brattur malarvegur. Svo er örstutt að ganga frá tjaldsvæðinu að Sjöundá

Sauðlauksdalur

Við sunnanverðan Patreksfjörð er Sauðlauksdalur, sem meðal nútímafólks er einna þekktastur fyrir að þar bjó Björn Halldórsson prestur sem var einna fyrstur hér á landi til að rækta kartöflur (og annað grænmeti) á átjándu öld.

RAUÐISANDURLÁTRABJARGSJÖUNDÁSAUÐLAUKSDALURHÓTEL WEST — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Vitinn á Látrabjargi

RAUÐISANDURLÁTRABJARGSJÖUNDÁSAUÐLAUKSDALURHÓTEL WEST — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.