
Borgarfjörður eystri er með orkumestu stöðum á landinu, ferðaþjónusta blómstrar og mannlífið er gott og þangað er gott að koma. Hjá Auði Völu á Blábjörgum fengum við pitsuveislu. Ef þið hafið ekki nú þegar smakkað hangikjötspitsuna verðið þið að drífa í því. Ofan á pitsubotninn er sett hvít rjómasósa, hangikjöt, grænar baunir, ostur og rauðkál. Brilljant samsetning sem á vel heima á pitsu. Auk hangikjötspitsunnar góðu fengum við saltfiskpitsu og pitsu með Bolognesósu, skinku, pepperóní, beikoni og osti.
— BLÁBJÖRG — BORGARFJÖRÐUR EYSTRI — HANGIKJÖT — FERÐAST UM ÍSLAND —

Í Hafnarhólma rétt við þorpið á Borgarfirði er sennilega best að skoða lunda á Íslandi. Þar rekur Auður kaffihús og meðal veitinga er rúgbrauðsterta með ávaxta- og súkkulaðirjómasalati: MJÖÖÖÖG GÓÐ









— BLÁBJÖRG — BORGARFJÖRÐUR EYSTRI — HANGIKJÖT — FERÐAST UM ÍSLAND —