Hangikjötspitsa og fleira gott á Blábjörgum #Ísland

borgarfjörður eystri borgarfjörður eystra auður vala helgi hangikjötspitsa saltfiskpitsa lundi hafnarhólmi hvar er best að sjá lunda á íslandi
Auður Vala og Albert í Frystiklefanum á Blábjörgum

Hangikjötspitsa og fleira gott á Blábjörgum

Borgarfjörður eystri er með orkumestu stöðum á landinu, ferðaþjónusta blómstrar og mannlífið er gott og þangað er gott að koma. Hjá Auði Völu á Blábjörgum fengum við pitsuveislu. Ef þið hafið ekki nú þegar smakkað hangikjötspitsuna verðið þið að drífa í því. Ofan á pitsubotninn er sett hvít rjómasósa, hangikjöt, grænar baunir, ostur og rauðkál. Brilljant samsetning sem á vel heima á pitsu. Auk hangikjötspitsunnar góðu fengum við saltfiskpitsu og pitsu með Bolognesósu, skinku, pepperóní, beikoni og osti.

BLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR EYSTRIHANGIKJÖT — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Rúgbrauðsterta

Í Hafnarhólma rétt við þorpið á Borgarfirði er sennilega best að skoða lunda á Íslandi. Þar rekur Auður kaffihús og meðal veitinga er rúgbrauðsterta með ávaxta- og súkkulaðirjómasalati: MJÖÖÖÖG GÓÐ

Lundinn í Hafnarhólma á Borgarfirði
Smábátahöfnin við Hafnarhólma
Borgarfjörður eystri
Saltfiskpitsa
Sætar franskar kartöflur
Sushi salat
Ekki voru nú eftirréttirnir síðri. Brownies og marengsskál
Hangikjötspitsan

Frystiklefinn á Blábjörgum á Borgarfirði

BLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR EYSTRIHANGIKJÖT — FERÐAST UM ÍSLAND

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sumarauki – Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar

Sumarauki

Sumarauki - raw. Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar. Í vinkvenakaffiboðið kom Íris með þessa dásemdar tertu sem rann ljúflega niður eins og aðrar hrátertur. Tertan er sannkallaður sumarauki.

Sólberjasulta

Sólber Sólberjasulta

Sólberjasulta. Mikið óskaplega eru sólber bragðgóð og holl. Þegar við erum duglegir að tína sólber, þá sultum við úr hluta og pressum safann úr restinni af berjunum(og öðrum berjum) og frystum í klakapokum – klakana notum við svo í búst. Hratið má t.d. þurrka og blanda saman við múslí. Þeir sem ekki eiga berjapressu geta auðvitað soðið berin ásamt sykri, sítrónu og salti og pressað svo í gegnum sigti eða grisju.