Hangikjötspitsa og fleira gott á Blábjörgum #Ísland

borgarfjörður eystri borgarfjörður eystra auður vala helgi hangikjötspitsa saltfiskpitsa lundi hafnarhólmi hvar er best að sjá lunda á íslandi
Auður Vala og Albert í Frystiklefanum á Blábjörgum

Hangikjötspitsa og fleira gott á Blábjörgum

Borgarfjörður eystri er með orkumestu stöðum á landinu, ferðaþjónusta blómstrar og mannlífið er gott og þangað er gott að koma. Hjá Auði Völu á Blábjörgum fengum við pitsuveislu. Ef þið hafið ekki nú þegar smakkað hangikjötspitsuna verðið þið að drífa í því. Ofan á pitsubotninn er sett hvít rjómasósa, hangikjöt, grænar baunir, ostur og rauðkál. Brilljant samsetning sem á vel heima á pitsu. Auk hangikjötspitsunnar góðu fengum við saltfiskpitsu og pitsu með Bolognesósu, skinku, pepperóní, beikoni og osti.

BLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR EYSTRIHANGIKJÖT — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Rúgbrauðsterta

Í Hafnarhólma rétt við þorpið á Borgarfirði er sennilega best að skoða lunda á Íslandi. Þar rekur Auður kaffihús og meðal veitinga er rúgbrauðsterta með ávaxta- og súkkulaðirjómasalati: MJÖÖÖÖG GÓÐ

Lundinn í Hafnarhólma á Borgarfirði
Smábátahöfnin við Hafnarhólma
Borgarfjörður eystri
Saltfiskpitsa
Sætar franskar kartöflur
Sushi salat
Ekki voru nú eftirréttirnir síðri. Brownies og marengsskál
Hangikjötspitsan

Frystiklefinn á Blábjörgum á Borgarfirði

BLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR EYSTRIHANGIKJÖT — FERÐAST UM ÍSLAND

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Crostini með kantarellusveppum

Crostini með kantarellusveppum. Crostini eru litlar sneiðar af brauði, grillaðar eða ristaðar, með áleggi sem getur verið grænmeti, ostur eða kjöt. Oft eru sneiðararnar penslaðar með ólífuolíu. Stórfínt til að byrja á áður en sest er til borðs :)