Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði #Ísland

Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði gisting hornafjörður brunnhóll mýrar mýrum
Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði

Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði

Hótelið að Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði nýtur sívaxandi vinsælda, kannski ekki síst því að það er svolítið eins og að dvelja á notalegu heimili, enda er það fjölskyldurekið og viðmótið hlýlegt. Hér er byggt á óþrjótandi gestrisni og dugnaði og það skilar sér.

BRUNNHÓLLHORNAFJÖRÐURJÖKLAÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Einmitt þess vegna er hótelið ört stækkandi. Í nýjustu álmunni eru glæsileg herbergi, en um leið heimilisleg með viðarþiljum á veggjum og værðarvoðum úr ull. Hér er gott að teygja úr sér. Í nr. 125 var dásamlegt útsýni til vesturs og norðurs, þar sem Fláajökulinn ber við himin.

Þau Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson voru í hópi frumkvöðla í ferðaþjónustu . Þegar upp úr 1980 var kominn vísir að ferðaþjónustu á Brunnhóli. Sl. ár hafa erlendir ferðamenn vissulega fyllt hvert rými, en í sumar hafa Íslendingar heldur betur uppgötvað þessa perlu, svo að þurft hefur að bæta við starfsfólki.

Enda kunna gestir greinilega að meta góða þjónustu og umhverfi á viðráðanlegu verði, lausir við ys og þys stórborgar, en njóta sveitaakyrrðarinnar með eitt og eitt baul í fjarska frá kúnum sem færa okkur mjólkina í hinn landsfræga Jöklaís.

BRUNNHÓLLHORNAFJÖRÐURJÖKLAÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017:

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum