Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði #Ísland

Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði gisting hornafjörður brunnhóll mýrar mýrum
Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði

Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði

Hótelið að Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði nýtur sívaxandi vinsælda, kannski ekki síst því að það er svolítið eins og að dvelja á notalegu heimili, enda er það fjölskyldurekið og viðmótið hlýlegt. Hér er byggt á óþrjótandi gestrisni og dugnaði og það skilar sér.

BRUNNHÓLLHORNAFJÖRÐURJÖKLAÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Einmitt þess vegna er hótelið ört stækkandi. Í nýjustu álmunni eru glæsileg herbergi, en um leið heimilisleg með viðarþiljum á veggjum og værðarvoðum úr ull. Hér er gott að teygja úr sér. Í nr. 125 var dásamlegt útsýni til vesturs og norðurs, þar sem Fláajökulinn ber við himin.

Þau Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson voru í hópi frumkvöðla í ferðaþjónustu . Þegar upp úr 1980 var kominn vísir að ferðaþjónustu á Brunnhóli. Sl. ár hafa erlendir ferðamenn vissulega fyllt hvert rými, en í sumar hafa Íslendingar heldur betur uppgötvað þessa perlu, svo að þurft hefur að bæta við starfsfólki.

Enda kunna gestir greinilega að meta góða þjónustu og umhverfi á viðráðanlegu verði, lausir við ys og þys stórborgar, en njóta sveitaakyrrðarinnar með eitt og eitt baul í fjarska frá kúnum sem færa okkur mjólkina í hinn landsfræga Jöklaís.

BRUNNHÓLLHORNAFJÖRÐURJÖKLAÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatlasagna

 

Spínatlasagna. Spínat er bæði ríkt af andoxunarefnum og næringarefnum. Auk þess er það fitulaust. Í hugum flestra tengist múskat bakstri, en það er líka gott í annan mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af hvítlauk og nota gjarnan meira af honum en er í uppskriftum, þið metið sjálf hversu mikið af honum þið viljið hafa. Það er gott að setja hvítlauks- eða chiliolíu yfir þegar áður en formið er sett á borðið.