Fiskisúpa Halldóru

Fiskisúpa Halldóru halldóra eiríksdóttir matarmikil súpa
Fiskisúpa Halldóru

Fiskisúpa Halldóru

Matarmiklar, bragðmiklar súpur eru í miklu uppáhaldi. Halldóra systir mín útbjó fullan stóran pott af bragðgóðri fiskisúpu og var með Hindberja- og Daimeftirrétt á eftir.

HALLDÓRAFISKURSÚPURFISKISÚPUR

.

Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra
Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra

Fiskisúpa Halldóru

1 l vatn
1 dós tómatar
1 lítil krukka salsasósa
Skola krukku og dós með vatni og bæta í grunninn,
2 grænmetistengingar
1 tengingur kjúklingakraftur
2 kúfaðar tsk engifer
2 kúfaðar tsk karrý
2 kúfaðar tsk kumin
salt og pipar
2 dósir kókosmjólk eða 1/2 l rjómi
Soðið saman og smakkað til
500 gr Wok grænmetisblanda bætt í og láta suðuna koma upp
1 kg fiskur t.d. þorskur, keila eða ýsa skorin í netta bita og bætt við súpuna hita rólega upp að suðu, blanda fiskinum varlega saman við alls ekki láta sjóða 500 g afþýddar rækjur og 250-300 grömm surimi í bitum sett í súpuna um leið og hún er borin fram toppuð með vorlauk

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

HALLDÓRAFISKURSÚPURFISKISÚPUR

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biskupaterta

Biskupaterta

Biskupaterta. Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið á þessari tertu er tilkomið, en góð er hún. „Alveg óvart“ fór heldur meira af sérrýi en segir í uppskriftinni en tertan varð held ég bara betri við það. Biskupaterta getur verið bæði kaffimeðlæti eða eftirréttur eins og hún var í stórfínu matarboði á dögunum.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)