Baby Ruth tertan
Fyrir einum fimmtán árum varð ég samferða tveirmur stúlkum í bíl frá Egilsstöðum til Akureyrar. Þær voru að kynna Landbúnaðarháskólann og ég Listaháskólann fyrir framhaldsskólanemendum. Afar vel fór á með okkur á þessari fallegu leið. Önnur kvennanna er Guðrún Bjarnadóttir sem er með Hespuhúsið við Selfoss.
Baby Ruth tertan er nefnd eftir Baby Ruth konfektmolum sem innihalda hnetur, karamellu og núggat og eru húðaður með mjólkursúkkulaði.
Baby Ruth kom fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 1921. Það var framleitt af fyrirtækinu Curtiss Candy Company. Nafnið “Baby Ruth” hefur oft valdið misskilningi. Sumir halda að það sé nefnt eftir hinum fræga hafnaboltaleikmanni Babe Ruth, en framleiðandinn hélt því fram að það væri í raun nefnt eftir Ruth Cleveland, dóttur Grover Cleveland Bandaríkjaforseta, sem lést ung að aldri. Þó hefur verið deilt um hvort þetta hafi verið satt eða hvort þetta hafi verið leið fyrirtækisins til að nýta sér vinsældir Babe Ruth án þess að þurfa að greiða honum leyfisgjöld.
— GUÐRÚN BJARNADÓTTIR — SALTHNETUR — HESPUHÚSIÐ — SELFOSS — FERÐAST UM ÍSLAND – EGILSSTAÐIR — AKUREYRI — BABY RUTH —
.
BABY RUTH
3 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl salthnetur
25 Ritzkex
Þeytið eggjahvítur og sykur. Myljið saman salthentur og kex með því að setja í plastpoka og berja með glasi inni í pokann… Blandið öllu varlega saman.
Setjið í smurt hringlaga bökunarform. Bakið í 20 mínútur á 175°C
KREM
3 eggjarauður
60 g flórsykur (1 dl)
50 g smjör
100 g suðusúkkulaði
Þeytið eggjarauður og flórsykur, bræðið smjörið og súkkulaðið í vatnsbaði (eða örbylgjuofni) og hrærið saman. Kakan þarf helst að standa í kæli í nokkra tíma áður en hún er borin fram. Kakan geymist vel í kæli í nokkra daga og verður jafnvel betri.
Berist fram með rjóma
.
— GUÐRÚN BJARNADÓTTIR — SALTHNETUR — HESPUHÚSIÐ — SELFOSS — FERÐAST UM ÍSLAND – EGILSSTAÐIR — AKUREYRI —
.