Ofnbökuð bleikja með pestói

Ofnbökuð bleikja með pestói fiskur í ofni ofnbakaður fiskur
Ofnbökuð bleikja með pestói

Stundum vantar eitthvað ofureinfalt og fljótlegt í matinn.

FISKURPESTÓ

.

Ofnbökuð bleikja með pestói

1 bleikjuflak
1 lítil krukka pestó
2-3 hvítlauksrif
1 búnt steinselja
1 msk þurrkað basil
2 msk rifinn parmesan ostur
góð olía
1 dl ristaðar furuhnetur

Skerið bleikjuna í bita. Setjið pestó, hvítlauk, steinselju, basil, ost, olíu og hnetur í matvinnsluvél og maukið (ekki of fínt). Bætið við salti og pipar ef þarf

Meðlæti
1 rauðlaukur
1 dl góð olía
2-3 b grasker skorið í bita
1 msk rósmarín
salt og pipar
skerið laukinn gróft og steikið í olíunni. Bætið við graskeri, kryddið með rósmarín, salti og pipar. Veltið um á pönnunni þangað til graskerið er orðið passlega mjúkt.

Ofnbökuð bleikja með pestói

FISKURPESTÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.