Stundum vantar eitthvað ofureinfalt og fljótlegt í matinn.
.
Ofnbökuð bleikja með pestói
1 bleikjuflak
1 lítil krukka pestó
2-3 hvítlauksrif
1 búnt steinselja
1 msk þurrkað basil
2 msk rifinn parmesan ostur
góð olía
1 dl ristaðar furuhnetur
Skerið bleikjuna í bita. Setjið pestó, hvítlauk, steinselju, basil, ost, olíu og hnetur í matvinnsluvél og maukið (ekki of fínt). Bætið við salti og pipar ef þarf
Meðlæti
1 rauðlaukur
1 dl góð olía
2-3 b grasker skorið í bita
1 msk rósmarín
salt og pipar
skerið laukinn gróft og steikið í olíunni. Bætið við graskeri, kryddið með rósmarín, salti og pipar. Veltið um á pönnunni þangað til graskerið er orðið passlega mjúkt.
.