Bláberjadrykkur

bláberjasaft Bláberjadrykkur BLÁBER Flateyri kári harðarson slóvakía önundarfjörður lýðskólinn berjadrykkur sumardrykkur sumarlegur drykkur ber gunnhildur gunnarsdóttir berjadrykkur berjasaft
Bláberjadrykkur

Bláberjadrykkur

Gunnhildur Gunnarsdóttir kennslustjóri Lýðskólans var nýbúin að útbúa gæðadrykk úr bláberjum þegar við heimsóttum þau hjónin, Gunnhildi og Kári á Flateyri. Auk þessa fengum við pönnukökur með volgri bláberjasultu, en Gunnhildur fór hamförum í berjamó í sumar og er nú með hálffulla frystikystu af berjum (eða kannski er ég aðeins að ýkja).

.

BLÁBERDRYKKIRFLATEYRISLÓVAKÍABLÁBERJASULTA

.

Bláberjadrykkur

2 bollar bláber
2 bollar vatn
1,5 bolli sykur.
Láta sjóða – lækka svo hitann í 5 mínútur.
Sigtið fyrst í gegnum sigti og 2x í gegnum viskustykki.
þynnið með sódavatni

Með Gunnhildi í Bratislava í Slóvakíu þar sem hún var fararstjóri

.

BLÁBERDRYKKIRFLATEYRISLÓVAKÍA

— BLÁBERJADRYKKURINN GÓÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat - súpur eru sko líka matur :)

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum. Tókum þátt í æfingakvöldi í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári æfðu sig fyrir fullum sal af fólki. Glæsilegt kvöld í alla staði.