Kaloríubomban – Rice-krispies-kornflexbotn með Daim- og bananakremi

Kaloríubomban Elsa Jóna Björnsdóttir stríðsterta hnallþóra stöðvarfjörður akranes
Kaloríubomba Elsu Jónu

Kaloríubomban – Rice-krispies-kornflexbotn með Daim- og bananakremi

Kona er nefnd Elsa Jóna Björnsdóttir. Elsa Jóna er Stöðfirðingur sem býr á Akranesi. Hún hefur bakað þessa tertu fyrir flestar veislur í fjölskyldunni síðasta aldarfjórðunginn.

.

RICE KRISPIESMARENGSDAIMSTÖÐVARFJÖRÐURVÍNBER

.

Kaloríubomban

Kaloríubomban

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 1/2 bolli Rice crispies
1 1/2 bolli kornfleks

Krem
1/2 l rjómi – þeyttur
70 gr. suðusúkkulaði
Daim og Rommkúlur
Bananabitar
Aðferð
Stífþeytið eggjahvítur og sykur, lyftidufti bætt út í ásamt Rice krispies.
Bakið við 150-160 í ca 30-40 mín.

Krem
Þeytið rjómann og brætt súkkulaði hrært saman við rjómann. Setjið helming kremsins á neðri botninn, bananabitar og Daim kúlur þar ofan á. Efri botninn settur á og afgangurinn af kreminu settur á og á hliðarnar líka, banabitar, Daimkúlur, Rommkúlur og vínber sett ofaná (má nota þau ber sem henta hverjum og einum)

Elsa Jóna Björnsdóttir

.

RICE KRISPIESMARENGSDAIMSTÖÐVARFJÖRÐURVÍNBER

— KALORÍUBOMBAN — 


💜

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.