Hjónabandssæla með döðlu- og fíkjusultu

Hjónabandssæla með döðlu- og fíkjusultu DÖÐLUSULTA FÍKJUSULTA GRÁFÍKJUSULTA GRÁFÍKJUR DÖÐLUR ÍSAFJÖRÐUR BJARNEY INGIBJÖRG GLÚTENLAUST HJÓNABANDSSÆLA tónlistarskóli ísafjarðar
Hjónabandssæla með döðlu- og fíkjusultu

Hjónabandssæla með döðlu og fíkjusultu

Bjarney Ingibjörg á Ísafirði sendir mér stundum myndir og uppskriftir þegar hún er búin að baka ýmiskonar glútenlaust góðgæti, eins og sjá má HÉR. Á afmælisdaginn sinn mætti hún með glútenlausa hjónabandssælu með döðlu- og fíkjusultu í vinnuna, í tónlistarskólann.

BJARNEY INGIBJÖRG ÍSAFJÖRÐURGLÚTENLAUSTHJÓNABANDSSÆLURFÍKJURDÖÐLURHAFRAMJÖL

.

Albert og Bjarney Ingibjörg

Hjónabandssæla með döðlu og fíkjusultu

2 b glútenlaust haframjöl
1 b möndumjöl
1 b glútenlaust hveiti
1 kúfull tsk af lyftidufti
1 tsk matarsódi
1 msk profiber
1 b púðusykur
350 gr lint smjörlíki eða smjör
6 -8 dropar af French vanilla Stevíu

Döðlu- og fíkjumauk
20 döðlur
10 fíkjur
5 cm af engiferrót
Börkur af einni sítrónu
2 msk sítrónusafi
Vatn

Aðferð
Stillið ofninn á 180*C undir og yfirhita.
Ég byrja á að búa til maukið svo það verði tilbúið þegar búið er að hræra saman deigið í kökuna.
Klippið döðlur og fíkjur í litla bita ofan í pottinn. Rífið niður engiferinn og sítróunbörkinn og setjið í pottinn ásamt vatni sem rétt flýtur yfir.
Látið sjóða þangað til vatnið er gufað upp og allt er orðið að mauk. Hann er svo settur í matvinnsluvél.

Kakan
Blandið saman öllu mjölinu ásamt lyftidufti og matarsóta. Setið síðan stevíu,púðusykur og smjörlíki saman við. Hnoðið vel saman. Ég notað hnoðarann í vélinni minni.
Þrýstið svo svo ¾ af deiginu í bökuform, setjið döðlu og fíkjumaukið ofan á deigið og dreifið restinni af deiginu yfir.
Bakið við 180*C í 20 – 25 eða þar til það hefur náð gyltum lit.

Best volg með rjóma 😊

BJARNEY INGIBJÖRG ÍSAFJÖRÐURGLÚTENLAUSTHJÓNABANDSSÆLURFÍKJURDÖÐLURHAFRAMJÖL

— GLÚTENLAUS HJÓNABANDSSÆLA MEÐ DÖÐLU- OG FÍKJUSULTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.