Hjónabandssæla með döðlu og fíkjusultu
Bjarney Ingibjörg á Ísafirði sendir mér stundum myndir og uppskriftir þegar hún er búin að baka ýmiskonar glútenlaust góðgæti, eins og sjá má HÉR. Á afmælisdaginn sinn mætti hún með glútenlausa hjónabandssælu með döðlu- og fíkjusultu í vinnuna, í tónlistarskólann.
— BJARNEY INGIBJÖRG — ÍSAFJÖRÐUR — GLÚTENLAUST — HJÓNABANDSSÆLUR — FÍKJUR — DÖÐLUR — HAFRAMJÖL —
.
Hjónabandssæla með döðlu og fíkjusultu
2 b glútenlaust haframjöl
1 b möndumjöl
1 b glútenlaust hveiti
1 kúfull tsk af lyftidufti
1 tsk matarsódi
1 msk profiber
1 b púðusykur
350 gr lint smjörlíki eða smjör
6 -8 dropar af French vanilla Stevíu
Döðlu- og fíkjumauk
20 döðlur
10 fíkjur
5 cm af engiferrót
Börkur af einni sítrónu
2 msk sítrónusafi
Vatn
Aðferð
Stillið ofninn á 180*C undir og yfirhita.
Ég byrja á að búa til maukið svo það verði tilbúið þegar búið er að hræra saman deigið í kökuna.
Klippið döðlur og fíkjur í litla bita ofan í pottinn. Rífið niður engiferinn og sítróunbörkinn og setjið í pottinn ásamt vatni sem rétt flýtur yfir.
Látið sjóða þangað til vatnið er gufað upp og allt er orðið að mauk. Hann er svo settur í matvinnsluvél.
Kakan
Blandið saman öllu mjölinu ásamt lyftidufti og matarsóta. Setið síðan stevíu,púðusykur og smjörlíki saman við. Hnoðið vel saman. Ég notað hnoðarann í vélinni minni.
Þrýstið svo svo ¾ af deiginu í bökuform, setjið döðlu og fíkjumaukið ofan á deigið og dreifið restinni af deiginu yfir.
Bakið við 180*C í 20 – 25 eða þar til það hefur náð gyltum lit.
Best volg með rjóma 😊
— BJARNEY INGIBJÖRG — ÍSAFJÖRÐUR — GLÚTENLAUST — HJÓNABANDSSÆLUR — FÍKJUR — DÖÐLUR — HAFRAMJÖL —
— GLÚTENLAUS HJÓNABANDSSÆLA MEÐ DÖÐLU- OG FÍKJUSULTU —
.