Hjónabandssæla með döðlu- og fíkjusultu

Hjónabandssæla með döðlu- og fíkjusultu DÖÐLUSULTA FÍKJUSULTA GRÁFÍKJUSULTA GRÁFÍKJUR DÖÐLUR ÍSAFJÖRÐUR BJARNEY INGIBJÖRG GLÚTENLAUST HJÓNABANDSSÆLA tónlistarskóli ísafjarðar
Hjónabandssæla með döðlu- og fíkjusultu

Hjónabandssæla með döðlu og fíkjusultu

Bjarney Ingibjörg á Ísafirði sendir mér stundum myndir og uppskriftir þegar hún er búin að baka ýmiskonar glútenlaust góðgæti, eins og sjá má HÉR. Á afmælisdaginn sinn mætti hún með glútenlausa hjónabandssælu með döðlu- og fíkjusultu í vinnuna, í tónlistarskólann.

BJARNEY INGIBJÖRG ÍSAFJÖRÐURGLÚTENLAUSTHJÓNABANDSSÆLURFÍKJURDÖÐLURHAFRAMJÖL

.

Albert og Bjarney Ingibjörg

Hjónabandssæla með döðlu og fíkjusultu

2 b glútenlaust haframjöl
1 b möndumjöl
1 b glútenlaust hveiti
1 kúfull tsk af lyftidufti
1 tsk matarsódi
1 msk profiber
1 b púðusykur
350 gr lint smjörlíki eða smjör
6 -8 dropar af French vanilla Stevíu

Döðlu- og fíkjumauk
20 döðlur
10 fíkjur
5 cm af engiferrót
Börkur af einni sítrónu
2 msk sítrónusafi
Vatn

Aðferð
Stillið ofninn á 180*C undir og yfirhita.
Ég byrja á að búa til maukið svo það verði tilbúið þegar búið er að hræra saman deigið í kökuna.
Klippið döðlur og fíkjur í litla bita ofan í pottinn. Rífið niður engiferinn og sítróunbörkinn og setjið í pottinn ásamt vatni sem rétt flýtur yfir.
Látið sjóða þangað til vatnið er gufað upp og allt er orðið að mauk. Hann er svo settur í matvinnsluvél.

Kakan
Blandið saman öllu mjölinu ásamt lyftidufti og matarsóta. Setið síðan stevíu,púðusykur og smjörlíki saman við. Hnoðið vel saman. Ég notað hnoðarann í vélinni minni.
Þrýstið svo svo ¾ af deiginu í bökuform, setjið döðlu og fíkjumaukið ofan á deigið og dreifið restinni af deiginu yfir.
Bakið við 180*C í 20 – 25 eða þar til það hefur náð gyltum lit.

Best volg með rjóma 😊

BJARNEY INGIBJÖRG ÍSAFJÖRÐURGLÚTENLAUSTHJÓNABANDSSÆLURFÍKJURDÖÐLURHAFRAMJÖL

— GLÚTENLAUS HJÓNABANDSSÆLA MEÐ DÖÐLU- OG FÍKJUSULTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Daglegt brauð – Café Valný

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný - þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál.....

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka - „Vá, þvílíka kakan!!". Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!"