Grænkálspestó

0
Auglýsing
Grænkálspestó grænkál pestó furuhnetur ítalskur matur olio nitti ólífuolía ítölsk olía ítalía basil hvítlaukur
Grænkálspestó

Grænkálspestó – Næringarrík útgáfa af klassísku pestói

Hefðbundið pestó er gert með basilíku, hvítlauk, furuhnetum, Parmesanosti og ólífuolíu. Enn hollari útgáfa er að nota grænkál með. Grænkál inniheldur mikið af A-, C- og K-vítamínum, auk andoxunarefna og trefja.

Í stuttu máli er grænkálspestó bragðgóð og næringarrík viðbót við mataræðið.

.

Auglýsing

OLIO NITTI — PESTÓGRÆNKÁLMÖNDLURMÖNDLUSMJÖRÍTALÍA

.

Grænkálspestó

hnefafylli af grænkáli
hnefafylli af basil
2-3 hvítlauksgeirar
3 msk furuhnetur
3-4 msk Parmesan ostur
mjög góð ólífuolía
salt og pipar

Setjið grænkál, basil, hvítlauk olíu og pipar í matvinnsluvélina og maukið. Skerið ostinn gróft og bætið saman við ásamt hnetum og maukið smá stund. Gott er að mauka ost og hnetur ekki mjög smátt. Bætið við olíu eins og þarf og saltið í lokin. Munið að Parmesan ostur er saltur.

.

OLIO NITTI — PESTÓGRÆNKÁLMÖNDLURMÖNDLUSMJÖRÍTALÍA

— GRÆNKÁLSPESTÓ —

.

Fyrri færslaAðalbláber – aðalbláberjasulta
Næsta færslaFiskur í ofni – hér eru allra bestu uppskriftirnar