Grænkálspestó

Grænkálspestó grænkál pestó furuhnetur ítalskur matur olio nitti ólífuolía ítölsk olía ítalía basil hvítlaukur
Grænkálspestó

Grænkálspestó – Næringarrík útgáfa af klassísku pestói

Hefðbundið pestó er gert með basilíku, hvítlauk, furuhnetum, Parmesanosti og ólífuolíu. Enn hollari útgáfa er að nota grænkál með. Grænkál inniheldur mikið af A-, C- og K-vítamínum, auk andoxunarefna og trefja.

Í stuttu máli er grænkálspestó bragðgóð og næringarrík viðbót við mataræðið.

.

OLIO NITTI — PESTÓGRÆNKÁLMÖNDLURMÖNDLUSMJÖRÍTALÍA

.

Grænkálspestó

hnefafylli af grænkáli
hnefafylli af basil
2-3 hvítlauksgeirar
3 msk furuhnetur
3-4 msk Parmesan ostur
mjög góð ólífuolía
salt og pipar

Setjið grænkál, basil, hvítlauk olíu og pipar í matvinnsluvélina og maukið. Skerið ostinn gróft og bætið saman við ásamt hnetum og maukið smá stund. Gott er að mauka ost og hnetur ekki mjög smátt. Bætið við olíu eins og þarf og saltið í lokin. Munið að Parmesan ostur er saltur.

.

OLIO NITTI — PESTÓGRÆNKÁLMÖNDLURMÖNDLUSMJÖRÍTALÍA

— GRÆNKÁLSPESTÓ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

blaberjaterta

Bláberjaterta. Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð - borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta. Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.

Nýlega rakst ég á þessa uppskrift og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa. Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)