Grænkálspestó
Á dögunum fékk ég hreina ítalska ólífuolíu, OLIO NITTI, sem er ein sú besta sem ég hef prófað. Einnig fékk ég lífrænt ræktaðar möndlur sem fóru í möndlusmjör og hvarf síðan eins og dögg fyrir sólu. Olían og möndlurnar koma beint frá Nitti fjölskyldunni í Puglia héraði á Ítalíu. Lífræn, bragðgóð hollusta.
.
— OLIO NITTI — PESTÓ — GRÆNKÁL — MÖNDLUR — MÖNDLUSMJÖR — ÍTALÍA –
.
Grænkálspestó
hnefafylli af grænkáli
hnefafylli af basil
2-3 hvítlauksgeirar
3 msk furuhnetur
3-4 msk parmesan ostur
mjög góð ólífuolía – OLIO NITTI
salt og pipar
Setjið grænkál, basil, hvítlauk olíu og pipar í matvinnsluvélina og maukið. Skerið ostinn gróft og bætið saman við ásamt hnetum og maukið smá stund. Gott er að mauka ost og hnetur ekki mjög smátt. Bætið við olíu eins og þarf og saltið í lokin. Munið að Parmesan ostur er saltur.
.
— OLIO NITTI — PESTÓ — GRÆNKÁL — MÖNDLUR — MÖNDLUSMJÖR — ÍTALÍA –
.