Gulrótaterta – bráðholl og gómsæt

Á Akranesi er Karen Jónsdóttir með Matarbúr Kaju sem er með lífrænt vottaðar matvörur bæði eftir vigt og í smásölupakkningum. Café Kaja býður upp á lífrænt kaffi, te og léttar veitingar.

CAFÉ KAJAAKRANESGULRÓTATERTUR

Meðal hollra og góðra veitinga á Café Kaja á Akranesi er þessi gulrótaterta. Þið bara verðið að stoppa og fá ykkur sneið og margt fleira.

Gulrótaterta 16 – 20 manna

Tertan er mjög góð glútenlaus en þá notum við bókhveiti í stað hveitis
130 g valhnetur brotnar
300 g pálmasykur
100 g reyrsykur
250 ml ristuð valhnetuolía frá Vigean
4 egg
133 g eplamauk (lífræn epli sett í blandara)
1 tsk vanilludropar
320 g hveiti notið bókhveiti ef tertan á að vera gluteinlaus
1 tsk matarsódi
1 ½ tsk kanill
1 tsk engifer
¼ múskat
¼ negull
260 g gulrætur

Raspið gulrætur niður frekar gróft. Reyrsykur, pálmasykur og egg þeytt saman. Öllum þurrefnum og hnetum blandað saman í skál. Þurrefnum, olía og eplamauk blandað varlega saman við eggjaþeytuna. Bakist í 50-60 mínútur við 150°C. Kælið áður en kakan er skorin í sundur.

Krem
500 g Lífrænn rjómaostur (fáanlegur fljótlega frá Biobú)
300 g smör
175 g flórsykur
Þeytið smjör og flórsykur saman þar til að blandan verður létt, bætið rjómaostinum út í, skiptið í tvennt og setjið á botnana.

Í kaupbæti er hér fróðleikur frá Kaju:

Valhnetur og valhnetuolían er ein besta næring sem hægt er að fá fyrir frumur heilans svo og hjarta- og æðakerfi. Valhnetuolía er einnig talin góð fyrir hormónastarfsemina, bólgur og húðina en olían hefur einnig áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi. Ristaða valhentuolían frá Vigean gefur tertunni einstakt bragð og áferð og er því ómissandi í þessa uppskrift Olían fæst í Hagkaupum, Melabúinni og Matarbúr Kaju Akranesi.

Ógerilsneydd egg eru full af góðri næringu, þau eru góður próteingjafi auk þess sem þau innihalda Vítamín D,

B-12 og B-5 sem eru okkur lífsnauðsyn.

Gulrætur eru ríkar af Beta-caroten sem lifrin breytir í A vítamín en það er nauðsyn fyrir sjónina og svo eru gulrætur góður andoxari sem heldur okkur ungum lengur.

Bókhveiti er ríkt af steinefnum má þar helst nefna magnesíumEpli eru full af pektíni sem er gott við háu kólestróli að ógleymdu C vítamíni.

Kryddin eru öll þekkt sem góðar lækningajurtir ýmist notuð sem forvörn eða til lækninga við hinum ýmsu kvillum.

Smjörið ríkt af A-vítamín og gefur okkur mikla orku

Rjómaostur orka og próteingjafi

Óhollustan liggur í sykrinum en þegar góð næring er grunnurinn þó segir líkaminn fljótlega stopp með öðrum orðum það er ekki hægt að borða mikið af þessari. En í einni sneið eru tæplega 28 til 36 grömm af viðbættum sykri en það er minna magn en í einum 100g hlauppoka sem inniheldur enga næringu.

— GULRÓTATERTA, BRÁÐHOLL OG GÓMSÆT —

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016

Vinningssmákökur2016

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016. Þessar þrjár komust á verðlaunapall í smákökusamkeppni Kornax í ár. Hver annari betri. Það er skemmtileg hefð að baka fyrir jólin, höldum því áfram. Bökum á aðventunni :)

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Döðlubrauð með apríkósum

Döðlubrauð með apríkósum. Í sunnudagsbíltúr fyrir skömmu var komið við hjá Stínu Ben og Gunna Ben. Eins og oft áður hjá þeim hjónum sá vart í borðið fyrir heimabökuðu kaffimeðlæti. Þetta döðlubrauð með apríkósum bragðaðist einstaklega vel með nettri smjörklípu á.