Appelsínuterta með pistasíukremi

Appelsínuterta með pistasíukremi ragga gísla ÍRAN Íranskur matur Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir pistasíur appelsínur íranskur matur íran
Diddú sker appelsínutertuna

Appelsínuterta með pistasíukremi

Diddú er ekki aðeins fræg fyrir fagran söng, hún galdrar fram gómsætan mat eins og ekkert sé. Upphaflega appelsínutertuuppskrifin er írönsk en söngkonan bætti hana og gerði ennbetri.

🇮🇷

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

🇮🇷

Appelsínuterta með pistasíukremi

3 stór egg
125 gr. sykur
fínlega rifinn börkur af 3 lífrænum appelsínum
300.gr. möndlumjöl
175 gr. hreint marsípan (bleytt upp og stappað með safa úr 1 appelsínu)
1 tsk. steytt kardimommufræ
300 gr. fínlega rifinir kúrbítar (zucchini)
150 gr. brætt smjör
100 gr. muldar pistasíuhnetur

Forhita ofninn í 180°C (eða 160°C á blæstri).
Smyrja 23cm smelluform.

Egg og sykur þeytt vel saman, þar til það er orðið létt og ljóst.
Þá öllu hinu blandað saman við með sleif og að síðustu bræddu smjörinu.

Hellt í formið og bakað í 1 klst. og 20 mín.

Krem ofaná:

250 gr. grískt jógúrt
50 gr. flórsykur
smá steyttar kardimommur
fínt rifinn lífrænn börkur af einni appelsínu
50 gr. af muldum pístasíuhnetum dreift að síðustu yfir kökuna.

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

Appelsínuterta með pistasíukremi
Appelsínuterta með pistasíukremi
Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir

🍊

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

— APPELSÍNUTERTA MEÐ PISTASÍUKREMI —

🇮🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Strákakvöld með grillaðri nautalund og brownies

Strákakvöld með grillaðri nautalund og glúteinlausum brownies. Kjartan Örn hefur áður komið við sögu að grilla hér á blogginu, en þeir Bergþór útbjuggu HM veislu og elduðu saman nautalund í vikunni með bernaise sósu, Hasselback kartöflum og salati. Þar sem þeir eru báðir byrjaðir í ræktinni gerði Kjartan sykur- og hveitilausar brownies.

Tómatbaka með Dijon

Tómatbaka

Tómatbaka með Dijon. Tómatar eru himneskir á bragðið og ættu að vera sem oftast á borðum. Svo er þægilegt að eiga frosið smjördeig í frysti til að grípa til, hvort heldur er til að útbúa svona böku eða annað. Ef ykkur finnst Dijon sinnep of sterkt þá má að sjálfsögðu nota minna af því, blanda því sama við annað sinnep já eða bara nota annað sinnep.

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....