Appelsínuterta með pistasíukremi
Diddú er ekki aðeins fræg fyrir fagran söng, hún galdrar fram gómsætan mat eins og ekkert sé. Upphaflega appelsínutertuuppskrifin er írönsk en söngkonan bætti hana og gerði ennbetri.
🇮🇷
— DIDDÚ — APPELSÍNUTERTUR — PISTASÍUR — ÍRAN —
🇮🇷
Appelsínuterta með pistasíukremi
3 stór egg
125 gr. sykur
fínlega rifinn börkur af 3 lífrænum appelsínum
300.gr. möndlumjöl
175 gr. hreint marsípan (bleytt upp og stappað með safa úr 1 appelsínu)
1 tsk. steytt kardimommufræ
300 gr. fínlega rifinir kúrbítar (zucchini)
150 gr. brætt smjör
100 gr. muldar pistasíuhnetur
Forhita ofninn í 180°C (eða 160°C á blæstri).
Smyrja 23cm smelluform.
Egg og sykur þeytt vel saman, þar til það er orðið létt og ljóst.
Þá öllu hinu blandað saman við með sleif og að síðustu bræddu smjörinu.
Hellt í formið og bakað í 1 klst. og 20 mín.
Krem ofaná:
250 gr. grískt jógúrt
50 gr. flórsykur
smá steyttar kardimommur
fínt rifinn lífrænn börkur af einni appelsínu
50 gr. af muldum pístasíuhnetum dreift að síðustu yfir kökuna.
Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú
🍊
— DIDDÚ — APPELSÍNUTERTUR — PISTASÍUR — ÍRAN —
— APPELSÍNUTERTA MEÐ PISTASÍUKREMI —