Appelsínuterta með pistasíukremi

Appelsínuterta með pistasíukremi ragga gísla ÍRAN Íranskur matur Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir pistasíur appelsínur íranskur matur íran
Diddú sker appelsínutertuna

Appelsínuterta með pistasíukremi

Diddú er ekki aðeins fræg fyrir fagran söng, hún galdrar fram gómsætan mat eins og ekkert sé. Upphaflega appelsínutertuuppskrifin er írönsk en söngkonan bætti hana og gerði ennbetri.

🇮🇷

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

🇮🇷

Appelsínuterta með pistasíukremi

3 stór egg
125 gr. sykur
fínlega rifinn börkur af 3 lífrænum appelsínum
300.gr. möndlumjöl
175 gr. hreint marsípan (bleytt upp og stappað með safa úr 1 appelsínu)
1 tsk. steytt kardimommufræ
300 gr. fínlega rifinir kúrbítar (zucchini)
150 gr. brætt smjör
100 gr. muldar pistasíuhnetur

Forhita ofninn í 180°C (eða 160°C á blæstri).
Smyrja 23cm smelluform.

Egg og sykur þeytt vel saman, þar til það er orðið létt og ljóst.
Þá öllu hinu blandað saman við með sleif og að síðustu bræddu smjörinu.

Hellt í formið og bakað í 1 klst. og 20 mín.

Krem ofaná:

250 gr. grískt jógúrt
50 gr. flórsykur
smá steyttar kardimommur
fínt rifinn lífrænn börkur af einni appelsínu
50 gr. af muldum pístasíuhnetum dreift að síðustu yfir kökuna.

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

Appelsínuterta með pistasíukremi
Appelsínuterta með pistasíukremi
Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir

🍊

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

— APPELSÍNUTERTA MEÐ PISTASÍUKREMI —

🇮🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf sem manni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt EN þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggjandinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave