Appelsínuterta með pistasíukremi

Appelsínuterta með pistasíukremi ragga gísla ÍRAN Íranskur matur Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir pistasíur appelsínur íranskur matur íran
Diddú sker appelsínutertuna

Appelsínuterta með pistasíukremi

Diddú er ekki aðeins fræg fyrir fagran söng, hún galdrar fram gómsætan mat eins og ekkert sé. Upphaflega appelsínutertuuppskrifin er írönsk en söngkonan bætti hana og gerði ennbetri.

🇮🇷

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

🇮🇷

Appelsínuterta með pistasíukremi

3 stór egg
125 gr. sykur
fínlega rifinn börkur af 3 lífrænum appelsínum
300.gr. möndlumjöl
175 gr. hreint marsípan (bleytt upp og stappað með safa úr 1 appelsínu)
1 tsk. steytt kardimommufræ
300 gr. fínlega rifinir kúrbítar (zucchini)
150 gr. brætt smjör
100 gr. muldar pistasíuhnetur

Forhita ofninn í 180°C (eða 160°C á blæstri).
Smyrja 23cm smelluform.

Egg og sykur þeytt vel saman, þar til það er orðið létt og ljóst.
Þá öllu hinu blandað saman við með sleif og að síðustu bræddu smjörinu.

Hellt í formið og bakað í 1 klst. og 20 mín.

Krem ofaná:

250 gr. grískt jógúrt
50 gr. flórsykur
smá steyttar kardimommur
fínt rifinn lífrænn börkur af einni appelsínu
50 gr. af muldum pístasíuhnetum dreift að síðustu yfir kökuna.

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

Appelsínuterta með pistasíukremi
Appelsínuterta með pistasíukremi
Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir

🍊

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

— APPELSÍNUTERTA MEÐ PISTASÍUKREMI —

🇮🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pistasíusmákökur

Pisasiusmakokur

Pistasíusmákökur. Þegar ég kom heim úr vinnunni lagði bakstursilminn úr á götu, Bergþór minn stóð í stórræðum og bakaði pistasíusmákökur að miklum móð til að bjóða sameikurum sínum í Borgarleikhúsinu upp á að lokinni sýningu í kvöld.

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Þurrkuð bláber

Þurrkuð bláber. Í þeirri ágætu bók Grænmeti og ber allt árið, sem af flestum var aldrei kölluð annað en Ber allt árið, útskýrir Helga Sigurðardóttir hvernig þurrka skuli bláber.