Appelsínuterta með pistasíukremi

Appelsínuterta með pistasíukremi ragga gísla ÍRAN Íranskur matur Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir pistasíur appelsínur íranskur matur íran
Diddú sker appelsínutertuna

Appelsínuterta með pistasíukremi

Diddú er ekki aðeins fræg fyrir fagran söng, hún galdrar fram gómsætan mat eins og ekkert sé. Upphaflega appelsínutertuuppskrifin er írönsk en söngkonan bætti hana og gerði ennbetri.

🇮🇷

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

🇮🇷

Appelsínuterta með pistasíukremi

3 stór egg
125 gr. sykur
fínlega rifinn börkur af 3 lífrænum appelsínum
300.gr. möndlumjöl
175 gr. hreint marsípan (bleytt upp og stappað með safa úr 1 appelsínu)
1 tsk. steytt kardimommufræ
300 gr. fínlega rifinir kúrbítar (zucchini)
150 gr. brætt smjör
100 gr. muldar pistasíuhnetur

Forhita ofninn í 180°C (eða 160°C á blæstri).
Smyrja 23cm smelluform.

Egg og sykur þeytt vel saman, þar til það er orðið létt og ljóst.
Þá öllu hinu blandað saman við með sleif og að síðustu bræddu smjörinu.

Hellt í formið og bakað í 1 klst. og 20 mín.

Krem ofaná:

250 gr. grískt jógúrt
50 gr. flórsykur
smá steyttar kardimommur
fínt rifinn lífrænn börkur af einni appelsínu
50 gr. af muldum pístasíuhnetum dreift að síðustu yfir kökuna.

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

Appelsínuterta með pistasíukremi
Appelsínuterta með pistasíukremi
Vala Matt, Ragga Gísla, Edda Björgvins, Diddú og Guðný Halldórsdóttir

🍊

DIDDÚAPPELSÍNUTERTURPISTASÍURÍRAN

— APPELSÍNUTERTA MEÐ PISTASÍUKREMI —

🇮🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.