Auglýsing

Pulled Pork úr Jack fruit kjartan örn

Pulled Pork úr Jackfruit

Kjartan Örn kynnti Pulled Pork fyrir okkur, núna er hann kominn með vegan-útgáfu sem er enn betri. Þetta er úr JACKFRUIT (fæst í Nettó, Heilsuhúsinu og víðar) alveg sáraeinfalt og gott. Jackfruit, sem er glútenlaust, heitir Saðningaraldin á íslensku.

KJARTAN ÖRNPULLED PORKVEGANGLÚTENLAUST

.

Pulled pork úr Jackfruit

2 ds Jackfruit
2 msk ólífuolía
1 b ósæt tómatsósa
1/3 tsk chili eða cayenne
salt og pipar
1/2 tsk reykt paprika

Setjið olíuna á pönnu, hellið Jackfruit á sigti og skolið og setjið saman við ásamt tómatsósu. Jackfruit er í hálfgerðum klumpum sem þarf að losa varlega í sundur í pottinum. Kryddið með chili, salti, pipar og reyktri papriku. Kryddið hressilega, það er gott að hafa þetta bragðmikið.

Salat:

2 b rifið hvítkál
1 b rifnar gulrætur
1-2 sellerístangir, saxaðar
1-2 dl kasjú-majónes (uppskrift fyrir neðan)
2 msk hvítvínsedik
safi úr 1 sítrónu
1 msk hunang
salt og pipar

Setjið hvítkál, gulrætur og sellerí í skál og bandið saman við það mæjónesi, ediki, sítrónusafa, hunangi og kryddum. Geymið salatið í nokkrar klst .

Kasjú-mæjónes

2 dl kasjúhnetur, leggið í bleyti 2-4 klst
1 msk sítrónusafi
1 tsk laukduft
1/2 tsk salt
vatn.

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Þynnið með vatni ef þarf.

Jackfruit pulled pork sett saman: Brauð, pulled pork, salat og brauð.

Jackfruit
Pulled pork úr Jackfruit

.

KJARTAN ÖRNPULLED PORKVEGANGLÚTENLAUST

— PULLED PORK ÚR JACKFRUIT —

🍽

Auglýsing