Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

eplaterta makkarónur makkarónukökur bláberjajógúrt Eplakaka sem ekki þarf að baka - einstaklega góð skyrterta arna jógúrt óbökuð eplakaka fljótleg einföld
Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

Svei mér þá ég held þetta sé bæði einfaldasta og besta eplakaka sem til er. Auka kostur er að ekki þarf að baka hana. Ljúffeng og bragðgóð eplakaka sem getur líka verið eftirréttur.

EPLATERTUREFTIRRÉTTIRSKYRTERTURHINDBERBLÁBERMAKKARÓNUR

🍏

Hráefnið í eplakökuna

Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

4-5 græn epli
safi úr einni sítrónu
2 b makkarónukökur
1/2 l rjómi
3 dós grísk haustjógúrt frá Örnu
hindber
bláber

Rífið eplin og blandið sítrónusafa saman við. brjótið makkarónukökurnar gróft og blandið saman við. Setjið í form og þjappið lítið eitt.

Stífþeytið rjómann, bætið haustjógúrtinni saman við. Setjið yfir eplin og skreytið með makkarónukökum, hindberjum og bláberjum.

🍏

EPLATERTUREFTIRRÉTTIRSKYRTERTURHINDBERBLÁBERMAKKARÓNUR

— EPLAKAKA SEM EKKI ÞARF AÐ BAKA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Ítölsk eplakaka – einstaklega góð

Ítölsk eplakaka. Stundum fæ ég sendar uppáhaldsuppskriftir fólks og er afar þakklátur fyrir. Hins vegar gleymi ég stundum að skrá hjá mér hver sendi, það á við um þessa ítölsku eplaköku. Einstaklega ljúf og bragðgóð terta sem á alltaf við. Takk fyrir hver sem sendi.