Sprettu-kjötbollur

Sprettu-kjötbollur

Norðlenska hefur sett nýjar vörur á markað í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið Sprettu. Vörurnar eru þær fyrstu af mörgum sem þróaðar hafa verið en samstarf fyrirtækjanna hófst í sumar.

Grískt salat með sprettubollum: Góður fetaostur, tómatur, agúrkur, rauðlaukur, bollur, ólífuolía, gróft salt og svartur pipar og timian.

Ofurfæða fyrir kröfuharða neytendur

„Við hjá Sprettu erum afskaplega ánægð með samstarfið því Norðlenska hefur gefið okkur einstakt tækifæri til að þróa með þeim matvöru og koma þannig til móts við kröfur neytenda um hærra hlutfall grænmetis í daglegri neyslu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en hún stofnaði Sprettu fyrir fimm árum ásamt eiginmanni sínum Stefáni Karli Stefánssyni heitnum og Soffíu Steingrímsdóttur.

„Sprettur eru hollari og ríkari af bætiefnum en annað grænmeti og algjör ofurfæða. Með því að nota engin eiturefni, lágmarka orkuþörf og losa engan ólífrænan úrgang er framleiðslan eins ábyrg og völ er á og neytandinn beinlínis þátttakandi í bættu neyslumynstri, styttri flutningsleiðum og hollari matvælaneyslu,“ bætir hún við.

Styðja við frumkvöðla

„Tilgangur samstarfsins er að bjóða neytendum upp á ferskar, bragðgóðar og heilnæmar vörur en ekki síður að styðja við íslenska frumkvöðla og kynna þá miklu grósku og fjölbreytni sem er í íslenskri matvælaframleiðslu,“ segir Drífa Árnadóttir, markaðsstjóri Norðlenska. Hún segir Sprettu rækta gæða kryddjurtir sem bæði matreiðslumenn og matvandir sækja í.

Textinn hér að ofan birtist á Vísi.is en hér má sjá alla umfjöllunina

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur. Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin.

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.