Sprettu-kjötbollur

Sprettu-kjötbollur

Norðlenska hefur sett nýjar vörur á markað í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið Sprettu. Vörurnar eru þær fyrstu af mörgum sem þróaðar hafa verið en samstarf fyrirtækjanna hófst í sumar.

Grískt salat með sprettubollum: Góður fetaostur, tómatur, agúrkur, rauðlaukur, bollur, ólífuolía, gróft salt og svartur pipar og timian.

Ofurfæða fyrir kröfuharða neytendur

„Við hjá Sprettu erum afskaplega ánægð með samstarfið því Norðlenska hefur gefið okkur einstakt tækifæri til að þróa með þeim matvöru og koma þannig til móts við kröfur neytenda um hærra hlutfall grænmetis í daglegri neyslu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en hún stofnaði Sprettu fyrir fimm árum ásamt eiginmanni sínum Stefáni Karli Stefánssyni heitnum og Soffíu Steingrímsdóttur.

„Sprettur eru hollari og ríkari af bætiefnum en annað grænmeti og algjör ofurfæða. Með því að nota engin eiturefni, lágmarka orkuþörf og losa engan ólífrænan úrgang er framleiðslan eins ábyrg og völ er á og neytandinn beinlínis þátttakandi í bættu neyslumynstri, styttri flutningsleiðum og hollari matvælaneyslu,“ bætir hún við.

Styðja við frumkvöðla

„Tilgangur samstarfsins er að bjóða neytendum upp á ferskar, bragðgóðar og heilnæmar vörur en ekki síður að styðja við íslenska frumkvöðla og kynna þá miklu grósku og fjölbreytni sem er í íslenskri matvælaframleiðslu,“ segir Drífa Árnadóttir, markaðsstjóri Norðlenska. Hún segir Sprettu rækta gæða kryddjurtir sem bæði matreiðslumenn og matvandir sækja í.

Textinn hér að ofan birtist á Vísi.is en hér má sjá alla umfjöllunina

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.