Ofnbakað grasker

smjörhnetugrasker Ofnbakað grasker butternut squash bakað í ofni
Ofnbakað grasker eða smjörhnetugrasker eins og það heitir á íslensku

Ofnbakað grasker

Einhver einfaldasti og besti réttur sem til er: Skerið grasker (Butternut squash), sem heitir víst smjörhnetugrasker á íslensku, í báta (hafið hýðið á og fræin í), blandið saman olíu, chili, kanil og múskati og penslið á bátana. Stráið salti yfir og bakið við 175°C í um 40 mín (fer eftir þykkt bátanna. Getur verið meðlæti eða aðalréttur – réttur sem kemur verulega á óvart.

GRASKERVEGANGRÆNMETI

— OFNBAKAÐ GRASKER —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði er kona sem margir hafa matarást á og vel þess virði að koma við hjá henni. Á Brekkunni má fá fisk dagsins sem oftar en ekki er veiddur samdægurs. Einnig eru þær dömur með litla búð með nauðsynjavörum. Eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari.

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.